fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fókus

Harðar erjur milli systranna – „Hún valdi frama fram yfir fjölskyldu“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 15. júní 2023 09:59

Kim og Kourtney Kardashian. Myndir/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðdáendum hefur lengi grunað að eitthvað sé í gangi á milli systranna Kourtney og Kim Kardashian.

Þeim hefur ekki alltaf komið saman, margir muna eftir því þegar þær slógust árið 2020.

Slagsmál systranna árið 2020.

Í apríl kom út sérstakur brúðkaupsþáttur af The Kardashians þar sem sýnt var frá brúðkaupi Kourtney og Travis Barker á Ítalíu í maí 2022.

Áhorfendur tóku eftir því að það virtist anda köldu milli systranna, Kourtney virtist hunsa systur sína og almennt var frekar vandræðalegt andrúmsloft í kringum þær.

Það voru erjur

Í nýjasta The Kardashians þættinum, sem kom út í gær, greinir Kourtney frá því að þær hafi svo sannarlega verið að rífast á þessum tíma og að hún hafi verið mjög sár út í systur sína.

Hún sagði það hafa verið vegna þess að Kim hafi ákveðið að fara í samstarf með Dolce & Gabbana örfáum mánuðum eftir brúðkaupið, en Kourtney var í samstarfi með tískuhúsinu fyrir brúðkaupið. Henni fannst Kim vera að stela athyglinni frá sér og gera lítið úr stóra deginum.

Kourtney klæddist Dolce & Gabbana á brúðkaupsdaginn.

„Þetta er bókstaflega eftirlíking af brúðkaupinu mínu,“ sagði Kourtney við aðra systur sína, Kendall Jenner, í þættinum.

Kourtney sagði að henni hafi liðið eins og hún væri sérstök þegar D&G leyfði henni að klæðast fatnaði þeirra frá tíunda áratugnum og það hafi því verið mjög sárt að sjá að samstarf Kim snerist um klæðnað tískuhússins frá 1987 til 2007.

„Hún var ekki ánægð í brúðkaupinu mínu. Allir voru alveg: „Vá, þetta er magnað. Við erum að skemmta okkur svo vel.“ En hún gat aldrei viðurkennt það. Hún sá allt sem ég gerði og ákvað að gera það sjálf,“ sagði hún.

„Á meðan ég var að gifta mig var Kim að eiga samræður við Dolce sem ég hafði ekki hugmynd um.“

„Fyrir mig var þetta persónulegt“

Kourtney sagði að enginn þurfi að fá leyfi frá henni til að vinna með Dolce & Gabbana en henni hafi liðið eins og Kim hafi valið frama fram yfir fjölskyldu með því að fara í samstarf með tískuhúsinu svona stuttu eftir brúðkaupið, henni fannst systir hennar stela athyglinni frá stóra deginum hennar.

„Ef ég hefði gert þetta við Kim þá hefði hún fríkað út. Fyrir mig var þetta persónulegt, ég held að það hafi verið ástæðan fyrir því að ég hafi orðið svona sár.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Versta martröð Victoriu Beckham orðin að veruleika

Versta martröð Victoriu Beckham orðin að veruleika
Fókus
Fyrir 2 dögum

Skelfilegi sannleikurinn um fullnægingar kvenna

Skelfilegi sannleikurinn um fullnægingar kvenna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rihanna ólétt og frumsýndi kúluna fyrir Met Gala

Rihanna ólétt og frumsýndi kúluna fyrir Met Gala
Fókus
Fyrir 3 dögum

5 strangar reglur sem stjörnurnar þurfa að fylgja á Met Gala

5 strangar reglur sem stjörnurnar þurfa að fylgja á Met Gala
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lára og lyfjaprinsinn eignuðust dóttur

Lára og lyfjaprinsinn eignuðust dóttur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sex ára dóttir Diljár fékk einstaka gjöf – ,,Meyra og tárvota mamman er svo þakklát“

Sex ára dóttir Diljár fékk einstaka gjöf – ,,Meyra og tárvota mamman er svo þakklát“