fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Sundlaugarvörður bað 5 ára dóttur Önnu að fara í bikínitopp

Pressan
Föstudaginn 9. júní 2023 06:50

Mynd/Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skammt frá heimili Anna am Zoll í Kumla í miðhluta Svíþjóðar er Djupadalsbadet, sem er sundlaug bæjarins. Anna nýtir sér laugina oft og tekur þá börnin sín þrjú með.

Samkvæmt frétt Expressen þá brá Önnu mjög í brún dag einn þegar hún og fimm ára dóttir hennar, Iris, voru á leið á salernið í sundlauginni. Starfsmaður stöðvaði þær þá og benti á Írisi.

„Hann vildi vita af hverju hún væri ekki í bikínitopp. Ég hélt að þetta væri grín og spurði hvort það liti út fyrir að hún þyrfti að nota bikínitopp. Hann svaraði: „Þannig á þetta bara að vera. Það lítur betur út.“,“ sagði Anna í samtali við Expressen.

Þegar heim var komið setti hún sig í samband við yfirmann sundlauganna í sveitarfélaginu og skýrði frá hvað hafði gerst.

Í samtali við Expressen sagði hún að hún telji þetta ekki snúast um að taka einstaklinga út úr til að finna að við þá. Þetta snúist um vaxandi kyngervingu barna og það er stórt vandamál að hennar mati.

„Ég tel þetta vera stórt samfélagslegt vandamál og það þarf að beina sjónum okkar að því. Maður verður að taka ábyrgð sem foreldri og gera athugasemd þegar eitthvað þessu líkt gerist. Ég sá viðbrögð Írisar, hún var ringluð og skildi ekkert í þessu,“ sagði Anna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims
Pressan
Í gær

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa