fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Breska „FBI“ hyggst halda til Norður-Afríku til að stöðva straum flóttamanna

Pressan
Föstudaginn 9. júní 2023 08:00

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bretar hafa sent lögreglumenn til Frakklands til að aðstoða frönsku lögregluna við að reyna að draga úr ferðum förufólks yfir Ermarsund til Bretlands. Nú hafa Bretar boðist til að senda lögreglumenn til Túnis og Alsir til að aðstoða þarlend yfirvöld við að stöðva næstu bylgju bátaflóttafólks frá Norður-Afríku.

Ítalska ríkisstjórnin segir að allt að 400.000 afrískir flóttamenn muni fara yfir Miðjarðarhafið til Ítalíu á þessu ári. Þetta eru fjórum sinnum fleiri en allt síðasta ár.

Á fyrstu þremur mánuðum ársins komu 80.000 flóttamenn til Ítalíu og þetta telja Bretar ekki góða þróun. Ríkisstjórnin er sannfærð um að þetta muni hafa dómínóáhrif þannig að ekki líði á löngu þar til margir af þessum flóttamönnum birtist í Frakklandi og séu reiðubúnir til að leggja í lífshættulega för yfir Ermarsund.

Af þessum sökum fór Robert Jenrick, innanríkisráðherra, nýlega til Túnis og Alsír til að bjóða þarlendum yfirvöldum alla þá aðstoð sem Bretar geta veitt þeim í baráttunni við velskipulagða hópa smyglara sem sjá um að ferja fólk yfir Miðjarðarhaf.

The Times segir að það séu lögreglumenn frá The National Crime Agency, sem er hliðstæða bandarísku alríkislögreglunnar FBI, sem breska ríkisstjórnin bjóði fram til samstarfs við yfirvöld í Túnis og Alsír.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims
Pressan
Í gær

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa