fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Eyjan

Segja auglýsingaherferð ódrengilega og ranglega mála sveitarfélögin sem slæma vinnuveitendur – „Ekkert er fjarri sanni. BSRB ber ábyrgð“

Eyjan
Fimmtudaginn 8. júní 2023 12:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) segir að BSRB hafi staðið fyrir ódrengilegri auglýsingaherferð þar sem sveitarfélög sambandsins eru útmáluð sem slæmir vinnuveitendur. Þetta sé ekki rétt og það séu BSRB sjálf sem beri ábyrgð á stöðu mála. Þetta kemur fram í yfirlýsingu.

„Samband íslenskra sveitarfélaga vísar alfarið á bug fullyrðingum BSRB um meint misrétti í launum milli starfsfólks sem vinnur sömu störf. Sveitarfélögin eru leiðandi á íslenskum vinnumarkaði í baráttunni við kynbundin launamun og vinna markvisst að því að gæta jafnræðis í launum starfsfólks sveitarfélaga í sömu og/eða jafnverðmætum störfum.“

SÍS ítrekar það sem sambandið hefur áður sagt í yfirlýsingum að BSRB hafi haft tilboð í höndunum fyrir þremur árum síðan sem fólk í sér launahækkanir í janúar á þessu ári. Þessu tilboði hafi verið BSRB hafnað. Þessi hækkun hefði tryggt sömu laun fyrir sömu störf hjá sveitarfélögunum, líkt og BSRB sé að krefjast í dag. Þetta tilboð hafi staðið þeim til boða í hálft ár og verið efnislega það sama og Starfsgreinasambandið skrifaði undir tveimur mánuðum áður en BSRB gerði sinn samning. Nú hafi BSRB áttað sig á mistökum sínum og sæki leiðréttingu, á þeirra mistökum, af mikilli hörku. Þurfi BSRB að taka ábyrgð á sínum eigin mistökum.

„Nú sækir BSRB leiðréttingu á mistökum sínum af mikilli hörku á sveitarfélögin með víðtækum verkfallsaðgerðum og ásökunum um að sveitarfélög mismuni starfsfólki í launum. Starfsfólki er talin trú um að vinnuveitendur þeirra mismuni þeim og sýni lítilsvirðingu. Sveitarfélögin eru útmáluð í afar ódrengilegri auglýsingaherferð sem slæmir vinnuveitendur. Ekkert er fjarri sanni. BSRB ber ábyrgð á þessari stöðu og forystufólk félagsins verður að taka ábyrgð á þeim samningum sem það skrifaði undir fyrir hönd síns félagsfólks.“

Ekki hefur farið framhjá landsmönnum harðar verkfallsaðgerðir sem nú standa yfir hjá félagsmönnum BSRB, en verkföllin hafa haft gífurleg áhrif á til dæmis stöðu barnafjölskyldna í sveitarfélögunum þar sem leikskólar hafa ekki geta boðið upp á fulla vistun, eða vistun yfir höfuð. Eins hafa börn á grunnskólaaldri ekki komist í frístund og jafnvel verið send heim í hádegismat. Foreldrar hafa staðið fyrir samstöðufundum þar sem skorað er á deiluaðila, þá einkum á SÍS, að ganga frá samningum og viðurkenna virði þeirra starfa sem félagsmenn BSRB sinna í sveitarfélögunum.

Mikil harka er í deilunum og hefur SÍS gefið frá sér yfirlýsingu eftir yfirlýsingu þar sem BRSB eru hvattir til að bera ábyrgð á eigin mistökum og til að falla frá kröfu um afturvirkni kjarasamnings, en BSRB hefur farið fram á launahækkanir frá áramótum, en þá var þó enn í gildi fyrri samningur aðila. SÍS hefur ítrekað bent á að það geti ekki orðið lendingin að tveir kjarasamningar gildi um sama tímabilið og þurfi BSRB að bera hallann af því að hafa ekki hugað að því þegar fyrri samningur var gerður að félagsmenn yrðu með honum af launahækkun í ársbyrjun.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Fjármálaráð gefur verkum ríkisstjórnarinnar falleinkunn

Orðið á götunni: Fjármálaráð gefur verkum ríkisstjórnarinnar falleinkunn
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Misheppnuð tilraun snýst um prinsipp

Þorsteinn Pálsson skrifar: Misheppnuð tilraun snýst um prinsipp
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Halla Hrund bætir enn við fylgi sitt og fylgi Katrínar minnkar

Halla Hrund bætir enn við fylgi sitt og fylgi Katrínar minnkar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Stórskaðlegur og bannaður nagladekkjadans dunar áfram – Tugir deyja, ekkert mál?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Stórskaðlegur og bannaður nagladekkjadans dunar áfram – Tugir deyja, ekkert mál?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Halla Hrund flýgur á toppinn – skjálftavirkni eykst

Orðið á götunni: Halla Hrund flýgur á toppinn – skjálftavirkni eykst
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn