fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Julia ætlaði að taka 3.000 krónur út í hraðbanka – Endaði með að skulda 140 milljarða

Pressan
Fimmtudaginn 8. júní 2023 06:45

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að Julia Yonkowski, sem býr í Flórída í Bandaríkjunum, hafi lent í mjög óvenjulegri lífsreynslu þegar hún ætlaði að taka peninga út úr hraðbanka.

Hún ætlaði að taka 20 dollara út, það svarar til um 3.000 íslenskra króna, en hraðbankinn var ekki á þeim buxunum að láta hana fá þessa upphæð án þess að tilkynna henni að hún myndi þá fara yfir úttektarmörk sín og þyrfti að greiða aukalega fyrir það.

Julia ákvað því að kanna stöðuna á reikningnum og brá mjög þegar hún sá að þar var tæplega einn milljarður dollara. Eða það hélt hún.

Hún fylltist að vonum ákveðnum efasemdum þegar hún sá þessa háu upphæð. 11alive.com segir að hún hafi sett sig í samband við bankann sem sagði henni að um öryggisráðstöfun væri að ræða og að þetta væri í raun ekki inneign hjá henni, heldur skuld! Hún skuldaði bankanum sem sagt tæpan milljarð dollara.

Þessi öryggisráðstöfun virkjaðist þegar Julia ætlaði að taka peninga út af reikningi látins eiginmanns síns. Innbyggt öryggiskerfi bankans tók þá við sér og setti reikninginn í mikinn mínus.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað