fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Tortímandinn trúir ekki á líf eftir dauðann – „Sá eða sú sem heldur öðru fram er andskotans lygari“

Jakob Snævar Ólafsson
Miðvikudaginn 7. júní 2023 15:30

Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fyrradag birti bandaríska tímaritið Interview á vef sínum viðtal sem leikarinn Danny De Vito tók við vin sinn og kollega Arnold Schwarzenegger áttu um lífið og tilveruna.

Í upphafi segir Arnold vini sínum frá æskuslóðunum í Austurríki:

„Á sumrin var fallegt og grænt, blóm út um allt, kýrnar voru úti á beit, kindur spígsporuðu og hestar hlupu um grundir. Þetta var virkilega, virkilega fallegt. Þetta var eiginlega fyrirmyndar umhverfi. Á veturna var ákaflega kalt.“

Arnold segir að hann hafi verið 10 ára gamall þegar hann fór fyrst út í viðskipti. Hann seldi íspinna en leit ekki á það sem vinnu:

„Þetta var leið til að fá það sem mig langaði í. Ef mig langaði í íþróttagalla eða íþróttaskó neituðu foreldrar mínir að kaupa þá.“

Hann segir að foreldrar sínir hafi sagt að aðeins væru til peningar á heimilinu fyrir nauðsynjum en þá hafi hann ákveðið að afla sinna eigin tekna.

Á æskuheimili Arnold var ekkert rennandi vatn og raflagnirnar voru utan á veggjunum. Í húsinu er í dag safn tileinkað honum.

Hann segist hafa yfirgefið æskuheimilið um leið og hann  var 18 ára og skráð sig í austurríska herinn. Þá eignaðist hann vegabréf en markmiðið var að fara til Bandaríkjanna og verða meistari í vaxtarækt.

Fékk mikla hjálp

Arnold segist ekki vilja vera kallaður sjálfsskapaður vegna þess hversu vel honum hefur vegnað í lífinu:

„Hver skapaði mig? Við getum sagt Guð eða móðir mín og faðir. … Svo hélt það áfram með kennurunum mínum, þjálfurunum mínum í vaxtarækt og æfingafélögunum mínum.“

Hann nefnir síðan fleiri sem veittu honum aðstoð, ráðgjöf eða kennslu.

Þegar líða fór á viðtalið beindi Danny De Vito spurningu að Arnold um hver hann teldi að framtíð mannkyns yrði. Það minnti þann síðarnefnda á spurningu sem útvarpsmaðurinn Howard Stern spurði hann eitt sinn um hvað gerðist fyrir fólk þegar það deyr. Tortímandinn var með svör á reiðum höndum:

„Ekkert. Þú ert neðanjarðar. Sá eða sú sem heldur öðru fram er andskotans lygari.“

„Við vitum ekki hvað gerist með sálina og allt þetta andlega dót sem ég er ekki sérfæðingur í, en ég veit að líkaminn eins og við sjáum hann núna, við sjáum hvert annað aldrei með þeim hætti aftur.“

„Nema í einhverri fantasíu. Þegar fólk segir: „Ég sé þau aftur í himnaríki“, þá hljómar það svo vel en raunveruleikinn er sá að við munum aldrei hittast aftur eftir að við erum dáin. Það er það sorglega í þessu. Ég veit að sumt fólk er sátt við dauðann en ekki ég.“

„Af því að ég mun drullusakna alls. Að sitja með þér hérna, einn daginn verður það horfið.

„Líka að skemmta sér, fara í ræktina og kjöta sig upp, að hjóla á ströndinni, ferðast, sjá áhugaverða hluti um allan heim. Hvað í andskotanum?“

Vill lifa að eilífu

Þeir félagar eru sammála um að lífið sé það besta í öllum heiminum. Arnold vill helst lifa að eilífu og er ósáttur við að fólk þurfi að deyja:

„Ég er að segja þér það að einhver ruglaði þessu öllu. Hugsaðu út í það. Hverjum getum við kennt um?“

„Ég veit ekki hvað málið er en samt sem áður er þetta raunveruleikinn og það reitir mig virkilega til reiði.“

„Hvað í andskotanum? Hvers konar er þetta eiginlega?“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði
Fókus
Í gær

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir
Fókus
Í gær

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“