fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Lykilvitni í máli Emilie Meng veitti lögreglunni mikilvægar upplýsingar – Hefðu getað tengt morðingjann við málið

Pressan
Þriðjudaginn 6. júní 2023 04:15

Emilie Meng. Mál hennar er eitt umtalaðasta morðmál síðari tíma í Danmörku.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir sex árum fékk danska lögreglan upplýsingar frá lykilvitni í máli Emilie Meng. Þessar upplýsingar hefðu hugsanlega getað nýst til að tengja morðingja hennar við hvarf hennar en ekki er vitað hvað lögreglan gerði með þessar upplýsingar, hvort hún hafi yfir höfuð kannað þær nánar.

Emilie Meng hvarf sumarið 2016. Hún var numin á brott og myrt eftir að hafa verið beitt kynferðislegu ofbeldi. Lík hennar fannst í vatni á aðfangadag 2016, töluvert frá staðnum þar sem hún var numin á brott.

32 ára maður situr nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins og fleiri mála en hann var handtekinn fyrir nokkrum vikum eftir að hann nam 14 ára stúlku á brott og hélt fanginni í um sólarhring. Á þeim tíma nauðgaði hann henni ítrekað. Lögreglan fann stúlkuna á lífi heima hjá manninum. Í kjölfarið vaknaði grunur um að hann hefði komið við sögu í máli Emilie Meng.

TV2 skýrir frá því að vitni hafi gefið sig fram við lögregluna 2017 og sagst hafa séð ljósan bíl, af millistærð, við Regnemarks Bakke nokkrum klukkustundum eftir að Emilie Meng hvarf. Það var þar sem lík hennar fannst á aðfangadag.

Lögreglan hefur sagt að þessi vitnisburður sé „trúverðugur“ og gæti tengst morðinu á Emilie Meng. Vitnið sagði að afturhleri bifreiðarinnar hafi verið opinn og að maður hafi staðið með framréttar hendur og haldið á einhverju þungu. Vitnið sagði lögreglunni einnig að bókstafirnir á skráningarnúmeri bifreiðarinnar hafi verið „BD“.

Hinn grunaði átti á þessum tíma silfurgráa Hyundai i30 með skráningarnúmeri sem byrjaði á „BB“. Seinni bókstafurinn ekki sá sami og vitnið skýrði frá.

„Þegar ég heyri þetta, þá sýnist mér að það hefði átt að vera hægt að þrengja hringinn um þá sem tengdust þessum bíl miklu meira en lögerglan hefur skýrt frá,“ sagði Mai-Brit Storm Thygesen, lögmaður fjölskyldu Emilie Meng, í samtali við TV2.

Þegar vitnið gaf sig fram við lögregluna var sá sem nú er grunaður á meðal þeirra 2.140 eigenda Hyundai i30 sem lögreglan beindi sjónum sínum að. Sá fjöldi bifreiða var óháður lit þeirra eða skráningarnúmeri. Það hefði því verið hægt að þrengja hringinn mjög mikið ef lögreglan hefði beint sjónum sínum að bílum með skráningarnúmer sem byrja á „B“.

Hvorki vitnið né lögreglan vildu tjá sig um málið þegar TV2 leitaði eftir því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims
Pressan
Í gær

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa