fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Eyjan

Guðlaugur Þór ómyrkur í máli – „Hér er í upp­sigl­ingu eitt stærsta um­hverf­is­slys okk­ar tíma á höfuðborg­ar­svæðinu“

Eyjan
Mánudaginn 5. júní 2023 14:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðlaugur Þór Þórðarsson, umhverfis-, orku – og loftslagsráðherra, leggst eindregið gegn áformum um „Nýja Skerjafjörð“ og segir þau vera atlögu að ósnortinni náttúru í Reykjavík. Þetta kemur fram í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Guðlaugur skrifar:

„Til­lag­an geng­ur út á að eyða óraskaðri fjöru í Skerjaf­irði og gera í staðinn 4,3 ha. land­fyll­ingu á um 700 metra kafla um 100 metra út í sjó. Verði áform meiri­hlut­ans að veru­leika mun það valda veru­leg­um um­hverf­isáhrif­um á svæði sem er skil­greint sem mik­il­vægt búsvæði fyr­ir fugla og fell­ur und­ir sér­staka vernd nátt­úru­vernd­ar­laga. Líf­fræðileg fjöl­breytni, leir­ur og fjöru­líf verða fyr­ir óaft­ur­kræf­um skaða og ljóst að nátt­úr­an er ekki lát­in njóta vaf­ans.“

Guðlaugur afritar síðan hluta af áliti Náttúrufræðistofnunar á tillögunni, þar sem segir að hægt sé að þétta byggð án þess að ganga á fjörur og lífríki:

„Það er því mat Nátt­úru­fræðistofn­un­ar að vel megi þétta byggð þó ekki sé um leið gengið enn frek­ar á fjör­ur og líf­ríki þeirra í Reykja­vík. Ef mark­mið um þétt­ingu byggðar, Nýja Skerja­fjarðar, er eyðilegg­ing nú­ver­andi Skerja­fjarðar þá þarf að hugsa skipu­lags­mál á svæðinu og ann­ars staðar upp á nýtt.“ 

Þá bendir hann á að í áliti Umhverfisstofnunar komi fram að áformin munu valda verulegum umhverfisáhrifum á svæði sem skilgreint er sem mikilvægt búsvæði fyrir fugla og falli undir sérstaka vernd náttúruverndarlaga.

Guðlaugur rifjar upp „grænu byltinguna“ sem var helsta kosningamál Sjálfstæðismanna í höfuðborginni fyrir hálfri öld en sú stefna stuðlaði að auknum grænum svæðum. Guðlaugur segir núverandi meirihluta ganga gegn þessari stefnu:

„Sem bet­ur fer hef­ur borg­in haldið í flest þessi svæði en á síðari árum hef­ur orðið sú stefnu­breyt­ing hjá borg­ar­yf­ir­völd­um að grænu svæðin eiga að víkja fyr­ir byggð. Nú­ver­andi meiri­hluti stefn­ir að því að ganga á græn svæði í Elliðaár­dal, Laug­ar­dal og Grafar­vogi. Nú þegar er aðgengi íbúa Reykja­vík­ur verra en annarra íbúa á þétt­býl­is­svæðum inn­an OECD sam­kvæmt ný­legri út­tekt. Þannig eru ein­ung­is 3,5% þétt­býl­is­svæða hér­lend­is skil­greind sem græn svæði, en meðaltal OECD-land­anna er um 17%.“

Guðlaugur hvetur meirihlutann til að hætta við áformin um „Nýja Skerjafjörð“. „Hér er í upp­sigl­ingu eitt stærsta um­hverf­is­slys okk­ar tíma á höfuðborg­ar­svæðinu,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Atli Þór ráðinn til Pírata

Atli Þór ráðinn til Pírata
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?