fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Pressan

Fyrsti blaðamannafundur NASA um fljúgandi furðuhluti – Hvað kom fram?

Pressan
Mánudaginn 5. júní 2023 08:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska geimferðastofnunin NASA boðaði nýlega til blaðamannafundar til að ræða niðurstöður rannsóknar á fljúgandi furðuhlutum. Þar er átt við tilkynningar um fljúgandi hluti sem ekki reyndist unnt að bera kennsl á.

Sérstakur rannsóknarhópur var settur á laggirnar í júní á síðasta ári til að rannsaka tilkynningar um óþekkta hluti sem tilkynnt hefur verið um í lofti, neðansjávar og í geimnum. Hópurinn fékk fjárveitingu upp á 100.000 dollara til að sinna verkefninu. Í honum eru meðal annars Scott Kelly, fyrrum geimfari, auk 15 annara einstaklinga sem koma úr ýmsum áttum. Þar á meðal eru stjörnufræðingar, haffræðingar og blaðamenn.

Live Science segir að á blaðamannafundinum hafi komið fram að nefndarmenn hafi lagt áherslu á að stærsta hindrunin á öðlast skilning á þeim fyrirbærum, sem rannsóknin nær til, sé skortur á upplýsingum og gögnum.

Daniel Evans, yfirmaður hjá NASA, sagði að samt sem áður sé það hlutverk NASA að veita þessum málaflokki athygli og rannsaka ítarlega því áhugi almennings á málum af þessu tagi virðist vera í sögulegu hámarki.

Hann sagði að rannsókn hópsins beinist fyrst og fremst að því að öðlast betri skilning á hvað er í háloftunum og gera þau öruggari. Það sé skylda bandarísku þjóðarinnar að skera úr um hvort þessi fyrirbrigði séu ógn við öryggi í lofthelgi landsins.

Niðurstaða blaðamannafundarins var að enn sem komið er hefur rannsóknarhópurinn ekki fundið neinar sannanir fyrir að flugför, eða önnur för, frá öðrum plánetum hafi verið stödd hér á jörðinni eða nærri henni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir ofbeldi gegn fjórum kærustum sínum – Ein man bragðið af byssuhlaupinu

Dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir ofbeldi gegn fjórum kærustum sínum – Ein man bragðið af byssuhlaupinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bankabækur Dana tútna út

Bankabækur Dana tútna út
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga
Pressan
Fyrir 3 dögum

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari
Pressan
Fyrir 5 dögum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“