fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Pressan

Vaxandi hætta á að þinghúsið hrynji

Pressan
Föstudaginn 2. júní 2023 06:45

Big Ben tilheyrir þinghúsinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Big Ben og Houses of Parliament (breska þinghúsið) eða öllu heldur Palace of Westminster, eins og það heitir eiginlega, hafa lengi verið eitt helsta kennileiti Lundúna. Þetta er meistaraverk á sviði arkitektúrs og er á heimsminjaskrá UNESCO. Ein milljón ferðamanna heimsækir bygginguna árlega en nú hefur fólk vaxandi áhyggjur af ástandi hennar.

Það er slæmt. Hún er óþétt, veikburða, raflagnir þykja ótraustar og það er asbest út um allt. Byggingin hefur verið nánast pökkuð inn í stillansa árum saman vegna viðhaldsvinnu en það virðist ekki hafa haft mikil áhrif til batnaðar. Dagbladet skýrir frá þessu og vísar í nýja skýrslu um ástand byggingarinnar.

Skýrslan er frá eftirlitsnefnd þingsins. Í henni kemur meðal annars fram að byggingin sé að molna, sé óþétt, mikið sé af asbesti í henni og að það sé „raunveruleg og vaxandi hætta á að hún geti hrunið“.

Auk óþéttleika og lausra múrsteina og þakflísa, sem hrynja úr byggingunni, er mikil hætta á eldsvoða að því er segir í skýrslunni.

Skýrsluhöfundar segja að núverandi viðhaldsvinna hafi gengið hægt og aðallega gengið út á bráðabirgðalausnir. Þetta kosti breska skattgreiðendur sem svarar til um 360 milljóna íslenskra króna á viku.

Nefndin gagnrýnir margra ára frestanir á viðhaldsverkefnum. Fyrir fimm árum samþykktu þingmenn að flytja úr byggingunni innan nokkurra ára til að hægt sé að sinna umfangsmiklu viðhaldi á henni. En mörgum hefur snúist hugur og vilja ekki yfirgefa bygginguna.

Á síðasta ári var nefndin, sem átti að stýra viðhaldsverkefninu, lögð niður og ástand byggingarinnar heldur því áfram að versna.

Þakið lekur, rúmlega 100 ára gamlar vatnsleiðslur springa og öðru hvoru falla hlutir af þakinu og útveggjum. Rafkerfið var síðast endurnýjað á fimmta áratug síðustu aldar.

Eftirlitsnefndin telur að svo mikið asbest sé í byggingunni að það muni taka 300 manns um tvö og hálft ár að fjarlægja það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gullúr ríkasta farþegans um borð í Titanic seldist fyrir 210 milljónir

Gullúr ríkasta farþegans um borð í Titanic seldist fyrir 210 milljónir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi
Pressan
Fyrir 6 dögum

Keypti sjö líftryggingar fyrir eiginkonuna og svo dó hún á dularfullan hátt

Keypti sjö líftryggingar fyrir eiginkonuna og svo dó hún á dularfullan hátt