fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Hérna máttu aldrei geyma símann þinn

Pressan
Sunnudaginn 4. júní 2023 22:00

Tæpar fimm mínútur að fullhlaða síma, það er ekki slæmt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þú ert hugsanlega ein(n) af þeim sem fer ekki í rúmið án þess að taka símann með. Þú er líka kannski ein(n) af þeim sem getur ekki farið að sofa án þess að skoða ákveðin öpp og vefsíður í símanum. En þú ættir að hætta þessu strax.

Ástæðan er að það gerir þér ekki neitt gott að taka farsímann með inn í svefnherbergið og réttast væri að gera það að bannsvæði fyrir farsíma.

Það er ekki ósennilegt að hann hafi slæm áhrif á nætursvefn þinn og þess utan getur kviknað í honum, það eru þó ekki miklar líkur á því.

Ef þú ert ein(n) þeirra sem notar símann sem vekjaraklukku þá ættirðu kannski að hugsa út í hversu mikið hann getur truflað nætursvefn þinn. Stærsta vandamálið við að nota símann sem vekjaraklukku er að hann er innan seilingar. Þú upplifir kannski stundum að nú notar hann ekki bara sem vekjaraklukku því þú lest smsið sem kom seint að kvöldi. Ef þú gerir það þá færðu töluverða birtu í augun og það blekkir heilann sem heldur þá að það sé kominn tími til að fara á fætur.

Þess utan verður þú meðvituð/meðvitaður um hversu stutt er í að þú þarft að fara á fætur. Þetta virkjar taugakerfið og heilann þannig að það verður erfiðara fyrir þig að sofna á ný. Þú þekkir eflaust hversu stressandi það getur verið að telja klukkustundir og mínútur þar til þú þarft að fara á fætur.

Þegar þú leggur símann frá þér og ferð að sofa þá er ekki óvarlegt að ætla að þú setjir hann í hleðslu. Rannsóknir hafa sýnt að 53% barna og fullorðinna láta símann vera í rúminu eða undir koddanum á meðan hann er hlaðinn. Þetta getur verið hættulegt því hleðslan getur myndað hita og ef síminn liggur í rúminu kemst hitinn ekki frá honum og í verstu tilfellum getur eldur kviknað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims
Pressan
Í gær

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa