fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

Þóttust vera að safna fé fyrir heyrnarskerta

Jakob Snævar Ólafsson
Miðvikudaginn 31. maí 2023 11:08

Frá Akureyri. Mynd: Auðunn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Norðurlandi eystra segir frá því á Facebook-síðu sinni að í gærkvöldi hafi hún haft afskipti af tveimur karlmönnum af erlendum uppruna. Mennirnir hafi verið staddir við verslanir á Akureyri og verið að betla fé af fólki undir því yfirskini að þeir væru að safna fé til styrktar heyrnarskertum. Segir enn fremur í færslunni:

„Þóttist annar mannanna tala táknmál en kunnáttuleysi hans á því sviði var afhjúpað þegar hann vatt sér að konu sem kann táknmál. Við nánari skoðun á þessum mönnum kom í ljós að þeir voru ekki að safna fé fyrir nein samtök og höfðu því vissulega engin leyfi til slíks. Þeir voru því að svíkja fé af fólki en virðast þó ekki hafa haft mikið upp úr krafsinu að þessu sinni. Þeir eru í löglegri dvöl hér á landi en við erum nú að skoða hvort þeir kunni að hafa tengsl við fleiri við sömu iðju og þá hvort þetta er stundað með skipulögðum hætti.“

Óskar lögreglan eftir því að fólk sem hafi orðið vart við peningasafnanir af þessu tagi hafi samband og tilgreini stað, stund og nánari lýsingu á viðkomandi aðilum.

Minnir lögreglan á að lokum að félagasamtök þurfi að fá leyfi til opinberra fjársafnana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Langmesta orkuöryggið á Íslandi

Langmesta orkuöryggið á Íslandi
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Einar pantaði sendingu að utan og birtir mynd af reikningnum frá Póstinum – „Löglegt rán að degi til“

Einar pantaði sendingu að utan og birtir mynd af reikningnum frá Póstinum – „Löglegt rán að degi til“
Fréttir
Í gær

Næstdýrasta bensínið á Íslandi – Bara Hong Kong slær okkur við

Næstdýrasta bensínið á Íslandi – Bara Hong Kong slær okkur við
Fréttir
Í gær

Eldri maður fannst í angist úti á götu – „Ef þeir myndu velja konur á þeirra aldri væru þeir ólíklegri til þess að verða plataðir“

Eldri maður fannst í angist úti á götu – „Ef þeir myndu velja konur á þeirra aldri væru þeir ólíklegri til þess að verða plataðir“