fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
433Sport

Þetta eru tíu verðmætustu knattspyrnumenn Íslands – Sá verðmætasti metinn á 600 kúlur

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 30. maí 2023 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sverrir Ingi Ingason varnarmaður PAOK í Grikklandi er verðmætasti knattspyrnumaður sem Ísland á í dag, Sverrir er metinn á 4 milljónir evra ef marka má vef Transfermarkt. Um er að ræða 600 milljónir íslenskra króna.

Sverrir hefur átt ansi góð ár í Grikklandi og átt fast sæti í mjög sterku liði PAOK. Lengd samnings, aldur og frammistaða spilar stóra rullu í verðmati vefsins.

Þrír Íslendingar eru metnir á 3,5 milljón evra en þar eru Albert Guðmundsson, Arnór Sigurðsson og Ísak Bergmann Jóhannesson allir.

Rúnar Alex Rúnarsson og Jóhann Berg Guðmundsson eru báðir hjá liðum í ensku úrvalsdeildinni og raða þeir sér í níunda og tíunda sæti listans.

Íslenskir knattspyrnumenn hafa oft verið með hærra verðmat á sér en sem dæmi var Gylfi Þór Sigurðsson metinn á 35 milljónir evra sumarið 2019.

Tíu verðmætustu knattspyrnumenn Íslands.
Sverrir Ingi Ingason – 4 milljónir evra
Albert Guðmundsson – 3,5 milljón evra
Arnór Sigurðsson – 3,5 milljón evra

Arnór Sigurðsson í leik með íslenska landsliðinu

Ísak Bergmann Jóhannesson – 3,5 milljón evra
Jón Dagur Þorsteinsson – 2,5 milljón evra
Hörður Björgvin Magnússon – 2 milljónir evra

Hákon Arnar Haraldsson – 2 milljónir evra
Alfons Sampsted – 1,5 milljón evra
Rúnar Alex Rúnarsson – 1,3 milljónir evra
Jóhann Berg Guðmundsson – 1,2 milljónir evra
Getty Images

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Viðræður komnar á fullt – Vill vera metinn að verðleikum

Viðræður komnar á fullt – Vill vera metinn að verðleikum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Breyting á tveimur leikjum í Bestu deildinni

Breyting á tveimur leikjum í Bestu deildinni
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Arteta vill ekkert gefa upp um sumarið

Arteta vill ekkert gefa upp um sumarið
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

KSÍ í samstarf við SÁÁ til að taka á spilavanda fólks

KSÍ í samstarf við SÁÁ til að taka á spilavanda fólks
433Sport
Í gær

Arne Slot tjáir sig um brottför Trent í fyrsta sinn

Arne Slot tjáir sig um brottför Trent í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Eiginkona De Bruyne sást skoða hús í öðru landi – Ýtir undir sögur um að hann fari þangað

Eiginkona De Bruyne sást skoða hús í öðru landi – Ýtir undir sögur um að hann fari þangað
433Sport
Í gær

Grealish enn einn Bretinn sem Ítalinn sækir?

Grealish enn einn Bretinn sem Ítalinn sækir?
433Sport
Í gær

Klopp gæti stigið inn í kapphlaupið

Klopp gæti stigið inn í kapphlaupið