fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fókus

Reyndi að fyrirgefa svikin en það reyndist henni of þungbært – „Þegar einhver sýnir þér sitt rétta andlit, trúðu þeim“

Fókus
Föstudaginn 26. maí 2023 22:00

Mynd/Instagram og TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Shannon Mowery hefur vakið mikla athygli á TikTok þar sem hún opnaði sig um erfiðleika í hjónabandi sínu. Í myndbandi sem hefur fengið rúmlega milljón áhorf segist hún aldrei hafa haldið að hún væri ein af þeim konum sem tilbúnar eru til að halda áfram í hjónabandi með ótrúum maka. Hún hafi þó skipt um skoðun þegar hún lenti í þessum aðstæðum sjálf fyrir fjórum árum síðan.

„Ég hefið líklega verið tilbúin að veðja milljónum eða milljörðum á að hann gæti aldrei haldið framhjá mér, svo ég hugsa að ég hafi fengið áfall og það tók mig heilu mánuðina að meðtaka þetta,“ útskýrði Shannon sem er 27 ára gömul. Hún og eiginmaður hennar höfðu verið saman síðan þau voru unglingar, eða í sjö ár þegar framhjáhaldið átti sér stað og það sem meira var, þau höfðu gift sig aðeins sex mánuðum fyrr.

„Hann breyttist svo svakalega að það var erfitt að átta sig á því, ég vildi bara að hlutirnir yrðu aftur eins og þeir voru áður. Ég vildi ástina okkar. Ég hafði enga reynslu af því að vera fullorðin án hans en ég sé núna að ég var frekar meðvirk.“

Eftir að framhjáhaldið komst upp ákvað hún að gefa hjónabandinu annað tækifæri en sagði manni sínum að þetta væri hans eini séns, ef hann gerði þetta aftur þá myndi hún skilja við hann.

„Eftir þessi svik, þegar hann var ekki með mér, var ég í stöðugu kvíðaástandi,“ útskýrði Shannon og tók fram að hún hafi haft óstjórnlega löngun til að fara í gegnum síma manns síns til að tryggja að hann væri ekki að fara á bak við hana.

„Hjákonan var samstarfsfélagi hans. Ég treysti honum ekki þegar hann var í vinnunni, ég treysti honum ekki til að fara í bíltúr. Ég var bara í stöðugu ofsóknarbrjálæði, berjast eða flýja ástandi.“

@_shannonsense_ Trying to stay after an affair vs leaving #divorcetok #affair #affairrecovery #divorcedby30 #divorceddiaries #betrayaltrauma #cheating #divorcetips #chooseyourlife #whentoleave #divorcetiktok #romanticeyourlife ♬ How`s Your Day – aAp Vision

Þraukaði í fjóra mánuði en gat svo ekki meir

Áður en hliðarspor eiginmannsins komst upp hafði Shannon upplifað erfiða tíma. Hún segir í samtali við New York Post að hún hafi misst móður sína árinu áður sem sé gífurlega erfitt útaf fyrir sig, en enn erfiðara í ljósi þess að hún er einkabarn og bjó í um tveggja klukkustunda akstursfjarlægð frá fjölskyldu sinni. Eiginmaður hennar hafi svo beitt hana gaslýsingum eftir að upp um hann komst til að tryggja að hún færi nú ekki að segja neinum frá hjúskaparbroti hans.

Hún hafi þraukað þetta í fjóra mánuði, en á þeim tíma gat hún hvorki borðað né sofið og í þau fáu skipti sem hún festi svefn sóttu að henni martraðir um svikin. Vissulega hafi komið góðir dagar þar sem hún náði að hugsa um eitthvað annað og njóta lífsins með manni sínum en þá oft sótti minningin skyndilega á hana eins og kinnhestur, og hafi það haft áhrif á hjónabandið. Maður hennar hafi heldur ekki staðið sig í stykkinu hvað varðaði að endurheimta traust hennar, þvert á móti hélt hann áfram að hitta hjákonuna.

„Ég hataði sjálfa mig þessa fjóru mánuði. Ég er frekar kjánaleg týpa og ég er skemmtileg. Ég er almennt kát og ástúðleg. En á þessum tíma var ég ekkert af þessu. Ég get ekki stjórnað því hvernig aðrir koma fram við mig, og þetta er alfarið honum að kenna og það var hann sem braut traustið, hann sveik mig. En ég get stjórnað því hvaða lífi ég lifi og ég mun aldrei standa í þessari stöðu aftur.“

Trúðu fólki sem sýnir sína réttu liti

Shannon hefur birt fleiri myndbönd á TikTok þar sem hún útskýrir að hún hafi komist að svikunum þegar hún fór í gegnum síma eiginmanns síns og sá þar skilaboð sem hann hafði reynt að fela. Eftir þessa fjóra mánuði hafði hún alveg fengið nóg og ákvað að afhjúpa mann sinn á Facebook. Hann brást við því með því að flytja út af sameiginlegu heimili þeirra og loka á öll samskipti. Í febrúar árið 2020 gengu þau svo frá lögskilnaði og í dag talast þau ekki við og eru með hvort annað blokkað á samfélagsmiðlum. Shannon sagði við New York Post að hún hafi engan áhuga á að eiga í samskiptum við sinn fyrrverandi.

Netverjar á TikTok hafa látið skoðun sína í ljós við myndbönd hennar og hafa þar margir fullyrt að þegar traustið í hjónabandinu er farið þá sé aldrei hægt að byggja það fullkomlega upp að nýju.

„Þegar einhver sýnir þér sitt rétta andlit, trúðu þeim. Rífðu plásturinn hratt af og haltu áfram með lífið,“ skrifaði einn.

„Þegar þeir halda framhjá þá geturðu aldrei litið þá sömu augum aftur. Þetta er búið,“ skrifaði annar.

Shannon sagði við New York Post að hún hafi þurft að fara til sálfræðings til að læra að treysta aftur og til að finna styrkinn til að standa með sjálfri sér. Shannon hvetur í dag aðra sem lenda í sömu aðstæðum að losa sig við ótrúa makann. Það sé ekki framhjáhaldið sjálft sem sé verst heldur lygarnar og svikin.

„Sambönd þurfa traust, öryggi og ást til að virka. Það virðist ómögulegt að láta hlutina ganga upp eftir svona blekkingu og eftir tilfinningastorminn sem þetta veldur,“ segir Shannon og bætir við að ekkert samband sé þess virði að þurfa að sætta sig við stöðugar áhyggjur um að vera svikinn að nýju.

Shannon hefur í dag fundið ástina aftur og segir að kærastinn hennar sé dásamlegur, en engu að síður sé hún meðvituð um þá staðreynd að menn geta haldið framhjá. Opin og hreinskilin samskipti skipti öllu.

„Ég er búin að vinna mig í gegnum gikkina (e. triggers) og hef verið hreinskilin um þá við hann og ég læt vita þegar mér líður óþægilega. Ég elska og treysti honum en ég er ekki auðtrúa, ef eitthvað fer úrskeiðis þá treysti ég sjálfri mér til að geta núna gengið strax í burtu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leið eins og Mary Poppins

Leið eins og Mary Poppins
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kanye West ætlar í klámið

Kanye West ætlar í klámið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Leitar sér hjálpar vegna Ozempic notkunar eftir ákall áhyggjufullra aðdáenda

Leitar sér hjálpar vegna Ozempic notkunar eftir ákall áhyggjufullra aðdáenda