fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fókus

Fyrrverandi barnastjarna nær óþekkjanleg – Sást síðast opinberlega fyrir ári síðan

Fókus
Fimmtudaginn 25. maí 2023 08:43

Jones sló í gegn í vinsælu gamanþáttunum Two and a Half Men.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi barnastjarnan Angus T. Jones hefur svo sannarlega fullorðnast og stækkað eftir að hann fór með hlutverk Jake Harper í vinsælu gamanþáttunum Two and a Half Men.

Hann hefur haldið sig frá sviðsljósinu síðan hann hætti í þáttunum fyrir um áratug síðan og sást síðast opinberlega fyrir ári síðan. Nýjar myndir af honum hafi  vakið mikla athygli og greina erlendir fjölmiðlar, eins og E! News, frá því að leikarinn sé nær óþekkjanlegur á myndunum.

Jones var tíu ára gamall þegar hann byrjaði að leika í þáttunum ásamt Jon Cryer og Charlie Sheen. Þættirnir enduðu með að verða gífurlega vinsælir, svo vinsælir að Jones var ein af launahæstu barnastjörnunum þegar hann sagði skilið við þættina.

Árið 2012 tilkynnti Jones að hann hafði „fundið Guð“ og hafði engan áhuga á að halda áfram og leika í elleftu þáttaröð Two and a Half Men. Hlutverk hans, Harper, var þá farinn að drekka áfengi, hafa áhuga á öðrum vímuefnum og stunda kynlíf, en Jones sagði að honum þætti það óþægilegt og að það færi gegn hans skoðunum. Þá var Ashton Kutcher búinn að taka við af Sheen í þáttunum.

Hann var gestur í lokaþættinum árið 2015 en síðan þá hefur hann að mestu haldið sig frá sviðsljósinu. Síðasta hlutverk hans var í þætti af Horace and Pete árið 2016.

Skjáskot/Instagram @pagesix

Page Six birti myndir af leikaranum, sem er orðinn 29 ára, á göngu um hverfið sitt í Los Angeles.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Barnastjarnan opnar sig um erfiðleika síðustu ára

Barnastjarnan opnar sig um erfiðleika síðustu ára
Fókus
Í gær

Bókin sem Fanney segir að allir ættu að lesa – „Hún fær fólk til að átta sig á hvað það raunverulega vill út úr lífinu“

Bókin sem Fanney segir að allir ættu að lesa – „Hún fær fólk til að átta sig á hvað það raunverulega vill út úr lífinu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rýfur þögnina um samstarfið með Walton Goggins

Rýfur þögnina um samstarfið með Walton Goggins
Fókus
Fyrir 2 dögum

Versta martröð Victoriu Beckham orðin að veruleika

Versta martröð Victoriu Beckham orðin að veruleika
Fókus
Fyrir 3 dögum

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rihanna ólétt og frumsýndi kúluna fyrir Met Gala

Rihanna ólétt og frumsýndi kúluna fyrir Met Gala