fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Nútímamenn eiga hugsanlega ættir að rekja til tveggja óskyldra tegunda manna sem mökuðust árþúsundum saman

Pressan
Sunnudaginn 28. maí 2023 18:30

Homo sapiens og Neanderdalsmaður. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nútímamenn eru hugsanlega afkomendur tveggja eða fleiri erfðafræðilega óskyldra tegund manna sem voru aðskildar í Afríku. Þessar tegundir rákust þó öðru hvoru á hver aðra og einstaklingar úr þeim stunduðu kynlíf þvert á tegundirnar.

Úr þessu flókna samspili tegundanna urðu nútímamenn til. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar sem er á skjön við fyrri hugmyndir um að tegundin okkar hafi blandast útdauðum tegundum manna í Afríku sem voru mjög svo frábrugðnar okkur líffræðilega séð.

Þetta gengur einnig gegn hugmyndum um að nútímamenn hafi þróast út frá einni tegund manna.

Tegundin okkar, Homo sapiens, kom fram á sjónarsviðið í Afríku fyrir rúmlega 300.000 árum. Fyrstu bylgjur nútímamanna byrjuðu að yfirgefa Afríku fyrir að minnsta kosti 194.000 árum. Þegar út fyrir Afríku var komið, blandaðist tegundin við nú útdauðar tegundir eins og Neanderdalsmenn og Denisovan en þessar tegundir yfirgáfu Afríku löngu á undan nútímamönnum.

Nýja rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu Nature.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims
Pressan
Í gær

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa