fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Pressan

Hún hafði leigt sömu íbúðina í 23 ár – Þá hringdi leigusalinn í hana með ótrúleg tíðindi

Pressan
Mánudaginn 29. maí 2023 19:00

Jayne Sayner. Skjáskot/A Current Affair

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Jane Sayner var að leita sér að leiguíbúð fyrir margt löngu fann hún tveggja herbergja íbúð með garði í St Albans, sem er norðvestan við Melbourne í Ástralíu. Henni leist vel á íbúðina og tók hana á leigu og hefur aldrei séð eftir því.

Þegar hún hafði búið í íbúðinni í 23 ár hringdi eigandi hennar, John Perrett, í hana dag einn. Hann var lyfsali, knattspyrnumaður, fasteignamógúll og mannvinur. Á sínum 83 æviárum hafði honum tekist að auðgast mjög mikið.

Sayner starfaði á markaði þar til hún fór á eftirlaun. Það þýddi að ráðstöfunartekjur hennar minnkuðu töluvert.

En símtalið frá Perrett breytti öllu fyrir hana. „Ég hugsa stundum um, hvort þetta hafi gerst í raun og veru,“ sagði hún í samtali við 9 Now.

Þegar Perrett hringdi í hana sagði hann henni að hann vildi að hún ræddi við lögmann hans. „Hann er hérna hjá mér og þú þarft að segja honum fullt nafn þitt því ég ætla að gefa þér íbúðina,“ sagði hann.

Perrett glímdi við Parkinson-sjúkdóminn og hafði heilsu hans hrakað mjög þegar þarna var komið við sögu og var hann fluttur á hjúkrunarheimili.

Hann lést í september 2020, 86 ára að aldri. Hann ánafnaði Royal Melbourne sjúkrahúsinu megninu af auðæfum sínum. Þar gekkst hann undir nýrnaígræðslu 1990.

Arfurinn hefur verið notaður til fjárfestinga og mun hann og ávöxtun hans koma sjúkrahúsinu og sjúklingum þess til góða næstu áratugi.

Sayner býr enn í íbúðinni og er Perrett ævinlega þakklát fyrir góðverk hans. „Ég þakka honum enn þá daglega fyrir. Ég segi við mig sjálfa: „Takk John“,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Settu tennisbolta í þvottavélina – Ástæðan er algjör snilld

Settu tennisbolta í þvottavélina – Ástæðan er algjör snilld