fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Pressan

Drap unnusta sinn – Morð eða sjálfsvörn?

Pressan
Mánudaginn 22. maí 2023 21:00

Deven Grey. Mynd:ALABAMA DEPARTMENT OF CORRECTIONS

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 12. desember 2017 hringdi Deven Grey, þá 25 ára, í neyðarlínuna og tilkynnti að hún hefði skotið unnusta sinn, John Vance, til bana. Þetta gerðist á heimili þeirra í Shelby County í Alabama í Bandaríkjunum.

Grey, sem er svört, sagðist hafa skotið Vance, sem var hvítur, í sjálfsvörn en hann hafði ítrekað beitt hana ofbeldi.

„Ég og kærastinn minn vorum að rífast og ég skaut hann og ég held að hann sé dáinn,“ sagði Grey þegar hún hringdi í neyðarlínuna að því er segir í hlaðvarpinu Blind Plea.

Fram kemur að við rannsókn málsins hafi Grey sagt lögreglunni að Vance, sem var 31 árs þegar hann lést, hafi verið mjög ofbeldisfullur allan þann tíma sem þau voru í sambandi og að hún hafi „margoft reynt að hringja í lögguna út af honum“ og verið „laminn í hvert sinn“.

„Ég sá byssuna og ég sá hann. Þetta var bara eins og: „Ég hef fengið nóg af þessu“,“ sagði hún einnig.

Hún var ákærð fyrir morð en gerði samning við saksóknara um að játa sig seka um manndráp gegn því að vera dæmd í 15 ára fangelsi.

Eftir því sem segir í kynningu á hlaðvarpinu þá er „Grey svört kona sem skaut hvítan mann til bana í Alabama“ og hafi „gert það eina sem hún gat: samið við saksóknara“. Dómurinn yfir henni hafi verið lokahlekkurinn í keðju klækja, áfalla kynslóða, banvæns ástarþríhyrnings og brotins réttarvörslukerfis.

Grey getur í fyrsta lagi fengið reynslulausn í apríl á næsta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dagur frelsunar og hryllings

Dagur frelsunar og hryllings
Pressan
Í gær

Náðu myndum af mörg hundruð svörtum köngulóm í Inka borginni á Mars

Náðu myndum af mörg hundruð svörtum köngulóm í Inka borginni á Mars
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir að stuðningskrókódíllinn hans sé horfinn

Segir að stuðningskrókódíllinn hans sé horfinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana