fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
Pressan

Lestarfarþegum brá illa í brún við tilkynninguna í hátalarakerfinu

Pressan
Föstudaginn 19. maí 2023 22:00

Mynd úr safni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lestarfarþegum í lest, sem var á leið til Vínarborgar í Austurríki síðasta sunnudag, brá mjög í brún þegar þeir heyrðu tilkynninguna sem var lesin upp í hátalarakerfi lestarinnar.

Yfirleitt eru það bara venjulegar þjónustuupplýsingar sem eru lesnar upp í hátalarakerfum lesta en þennan dag var það hins vegar um hálfrar mínútu langt brot úr ræðu með Adolf Hitler sem var spilað. Í lokin var spiluð upptaka af fólki sem hrópaði „Heil Hitler“ og „sieg heil“.

BBC skýrir frá þessu og segir að samkvæmt því sem lestarstjórinn segir þá hafi álíka atburðir átt sér stað síðustu daga.

Stjórnmálamaðurinn David Stögmüller var í lestinni og náði að taka stutt myndband, þar sem hluti af hljóðbrotunum heyrist. Hann birti myndbandið á Twitter og þar heyrist fólk hrópa „sieg heil“.

Í samtali við BBC sagði hann lestarstarfsmenn hafi verið „algjörlega hjálparvana“ og „mjög brugðið“. Þeir gátu hvorki stöðvað þetta né komið eigin tilkynningum að í hátalarakerfinu.

Málið hefur verið kært til lögreglunnar sem vinnur nú að rannsókn þess.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fyrir 50 árum var ungri móður nauðgað og hún myrt þegar hún var á ferð með dóttur sinni – Núna liggur fyrir hver morðinginn er

Fyrir 50 árum var ungri móður nauðgað og hún myrt þegar hún var á ferð með dóttur sinni – Núna liggur fyrir hver morðinginn er
Pressan
Í gær

Sakfelldir fyrir að fella eitt frægasta tré Bretlands í skjóli nætur – Þurfa að dvelja í varðhaldi út af reiði almennings

Sakfelldir fyrir að fella eitt frægasta tré Bretlands í skjóli nætur – Þurfa að dvelja í varðhaldi út af reiði almennings
Pressan
Fyrir 2 dögum

Átta ára drengur komst í síma móður sinnar – Það endaði svona

Átta ára drengur komst í síma móður sinnar – Það endaði svona
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í öndunarvél eftir slys í vinsælum leik – Lögregla hefur ítrekað varað við leiknum

Í öndunarvél eftir slys í vinsælum leik – Lögregla hefur ítrekað varað við leiknum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump ætlar að gefa öðrum flóa nýtt nafn

Trump ætlar að gefa öðrum flóa nýtt nafn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Örvæntingarfull leit að ungum systkinum – Horfin þegar mamma þeirra vaknaði

Örvæntingarfull leit að ungum systkinum – Horfin þegar mamma þeirra vaknaði