fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
Fréttir

Barði hjúkrunarfræðing með gifsklæddri hendi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 17. maí 2023 12:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur ákært rúmlega þrítugan mann fyrir brot gegn valdstjórninni en maðurinn er sakaður um að hafa beitt hjúkrunarfræðing, konu á miðjum aldri, grófu ofbeldi í móttökusal bráðadeildar Landspítalans í Fossvogi. Atikið átti sér stað fyrir einu ári, sunnudaginn 8. maí árið 2022.

Í ákæru segir að maðurinn hafi veist með ofbeldi að hjúkrunarfræðingnum sem var við skyldustörf, sprautað sótthreinsivökva í andlit hennar, tekist á við hana og veitt henni högg í andlit með gifsklæddri hendi, allt með þeim afleiðingum að hún hlaut mar á hægra kinnbeini, eymsli í nefrót og hægra megin á enni, stífleika í hálsi og herðum, bólgu og eymslu í báðum ökklum og eymsli og bólgu í fingrum hægri handar.

Héraðssaksóknari krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Hjúkrunarfræðingurinn gerir kröfu á manninn um miskabætur upp á eina milljón króna.

Málið verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudaginn, þann 19. maí.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hrottaleg handrukkun: Þrír menn ákærðir fyrir frelsissviptingu

Hrottaleg handrukkun: Þrír menn ákærðir fyrir frelsissviptingu
Fréttir
Í gær

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““
Fréttir
Í gær

Rússneskur herforingi rekinn og fangelsaður eftir að hafa gagnrýnt Pútín

Rússneskur herforingi rekinn og fangelsaður eftir að hafa gagnrýnt Pútín
Fréttir
Í gær

Stefán Blackburn og Gabriel Douane í blóðugum slagsmálum á Litla-Hrauni – Fangaverðir treystu sér ekki til að stíga inn í átökin

Stefán Blackburn og Gabriel Douane í blóðugum slagsmálum á Litla-Hrauni – Fangaverðir treystu sér ekki til að stíga inn í átökin