fbpx
Fimmtudagur 08.janúar 2026
Eyjan

„Hvað er í gangi hjá hæstvirtri ríkisstjórn?“

Eyjan
Mánudaginn 15. maí 2023 17:04

Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar Mynd: Baldur Kristjánsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, er snúin aftur á Alþingi eftir fæðingarorlof. Hún kvaddi sér hljóðs við upphaf þingfundar og gagnrýndi þá forystuleysi ríkisstjórnarinnar í þeim málum sem helst brenna á þjóðinni. Nefndi hún þá sérstaklega verðbólguna, hækkandi vexti, verkföll og stöðuna í húsnæðismálum. Kristrún kallaði eftir því að forystufólk ríkisstjórnarinnar kæmi á Alþingi í þessari viku til að svara spurningum þingmanna um þessi málefni.

Ræða Kristrúnar:

„Virðulegi forseti. Hvað er í gangi hjá hæstvirtri ríkisstjórn? Af hverju er enginn hérna að taka á þeim málum sem virkilega brenna á?

Eitt er að láta sig alþjóðamálin varða í vikunni — en hæstvirtir ráðherrar hljóta að átta sig á að slíkt kemur ekki í staðinn fyrir að sýna forystu hér heima í innanlandsmálum. Fólkið í landinu er að bíða eftir aðgerðum.

Nú er ég snúin aftur úr fæðingarorlofi og sé á dagskrá Alþingis að það er ekkert að gerast. Lítið á dagskrá, þingfundum er frestað. Og ég ætlaði að eiga hér orðastað við eitthvert af forystufólki ríkisstjórnarinnar — en ekkert þeirra ætlar einu sinni að láta sjá sig hér á Alþingi í vikunni og sitja undir svörum.

Til dæmis um verðbólgu, vexti, verkföll, húsnæðismál. Enda virðist þeim í raun líða best á meðan pólitísk umræða hverfist um mál sem snúa ekki að veruleika venjulegs fólks. Þó að efnahags- og velferðarmálin séu efst í huga fólks þessa dagana.

Forseti, það er eins og ríkisstjórnin hafi gefist upp, yfirgefið Alþingi og stóru efnahags- og velferðarmálin. Til að sinna einhverju öðru.

Ég vil því fara þess á leit við hæstvirtan forseta að óundirbúnar fyrirspurnir, með einhverjum af leiðtogum ríkisstjórnarflokkanna, verði settar á dagskrá síðar í vikunni. “

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur Egilsson: Svefnherbergisvandamál hrjá Rússa eins og aðra

Vilhjálmur Egilsson: Svefnherbergisvandamál hrjá Rússa eins og aðra
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Fréttastofujól

Óttar Guðmundsson skrifar: Fréttastofujól
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Egilsson: Evrópusambandið snýst um frið, lýðræði og mannréttindi, ekki bara peninga

Vilhjálmur Egilsson: Evrópusambandið snýst um frið, lýðræði og mannréttindi, ekki bara peninga
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Trump byltingin og planið

Þorsteinn Pálsson skrifar: Trump byltingin og planið
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún Karls Helgudóttir: Konurnar verða síður prestar – eru hins vegar fleiri

Guðrún Karls Helgudóttir: Konurnar verða síður prestar – eru hins vegar fleiri
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún Karls Helgudóttir: Biblían er mest spennandi bók sem er til

Guðrún Karls Helgudóttir: Biblían er mest spennandi bók sem er til