fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fréttir

„Enginn ætti að sætta sig við minni lífsgæði þó hann kjósi að búa í Höfuðstað Norðurlands í stað höfuðborgarsvæðisins“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 4. maí 2023 14:00

Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson tónlistarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Enginn ætti að sætta sig við minni lífsgæði þó hann kjósi að búa í Höfuðstað Norðurlands í stað höfuðborgarsvæðisins,“ segir Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, tónlistarstjóri SinfoniaNord / Sinfóníuhljómsveit Norðurlands

Vísar Þorvaldur þar til þeirrar slagsíðu sem ríkir þegar kemur að fjármögnun ríkis og sveitarfélaga til menningarstofnana.

„Leikfélag Akureyrar, SinfoniaNord og Hof fá aðeins 3-4% af því fjármagni sem veitt er í sambærilegar stofnanir á höfuðborgarsvæðinu. Samt sinnir Menningarfélag Akureyrar svæði sem telur um 35000 manns, eða um 10% þjóðarinnar, sem eru greinilega þyrstir í menningu. Þess vegna væri sanngjarnt að MAK fengi um 10% af því sem rennur til sambærilegra stofnanna á suðvesturhorninu til að geta sannarlega stundað atvinnumennsku í tónlist og leiklist með sóma,“  segir Þorvaldur Bjarni. 

„Það mundi tryggja fjölda listamanna næga atvinnu og gera listafólki kleift að kjósa að búa annars staðar en í Reykjavík. En samt geta sinnt list sinni sem atvinnumenn í tónlist/leiklist/tækni. Enginn ætti að sætta þig við minni lífsgæði þó hann kjósi að búa í Höfuðstað Norðurlands Akureyrarbær í stað höfuðborgarsvæðisins. Upp og áfram Menningarfélag Akureyrar.“ 

Nú um liðna helgi lauk sýningum á söngleiknum Chicago í Samkomuhúsinu á Akureyri, en nær uppselt hefur verið á allar sýningar síðan í október.

„Svona á þetta að vera! En það var ekki bara uppselt vegna þess að það var vinsæll söngleikur í boði. Síðustu sex árin hafa SN og Leikfélag Akureyrar sameinað krafta sína undir merkjum Menningarfélag Akureyrar. Það þýðir að hvað eftir annað höfum við getað sett upp glæsilegar sýningar í fullri stærð með eins marga hljóðfæraleikara og þarf í hvert sinn. Sameinuð þurfum ekki að gera málamiðlanir. Þess vegna hafa gestir Chicago og Kabarett fengið söngleikina beint í æð eins og þeim var ætlað að hljóma af höfundum þeirra. Þetta er ekki bara gott fyrir menningarsamfélagið heldur líka fyrir þessa margslungnu hljómsveit sem SN er. Stundum erum þau 90 að spila, stundum 40, oft bara 20. Oftast eru þetta stakir tónleikar. En þegar farið er í samstarf við LA, Íslenska óperan / The Icelandic Opera, afþreyingarverkefnið SinfoniaNord og SENA LIVE og svo framvegis verða þetta stundum tveir, fjórir, sex eða fimmtíu tónleikar eins og í tilviki Chicago. Þetta sýnir áhrifamátt MAk í Íslensku menningarlífi. Þess vegna þarf að leiðrétta hvernig menningarstofnanir á Íslandi eru fjármagnaðar af ríki og bæ.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða
Fréttir
Í gær

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista
Fréttir
Í gær

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Í gær

Össur telur að málþófið muni reynast Sjálfstæðismönnum dýrkeypt

Össur telur að málþófið muni reynast Sjálfstæðismönnum dýrkeypt
Fréttir
Í gær

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Í gær

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindavíkurbær auglýsir íbúðir í sinni eigu til leigu

Grindavíkurbær auglýsir íbúðir í sinni eigu til leigu