fbpx
Fimmtudagur 08.janúar 2026
Eyjan

Ragnar Þór boðar byltingu og segir tíma til kominn að rísa upp og segja stopp – „Hingað og ekki lengra!“

Eyjan
Þriðjudaginn 18. apríl 2023 20:30

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að nóg sé komið af sinnuleysi ríkisstjórnar og Seðlabanka Íslands gagnvart hagsmunum almennings. Hvetur hann fólk til að mótmæla með sér þegar leiðtogafundur Evrópuráðsins fer fram svo umheimurinn megi sjá hvað Íslendingum finnist um þá stöðu sem uppi er í þjóðfélaginu.

„Á meðan innviðir grotna niður og stórkostlegir flutningar fjármagns eiga sér stað frá skuldugum heimilum, á meðan heilbrigðiskerfið er að þrotum komið, í skelfingar ástandi á leigumarkaði, í viðvarandi húsnæðisskorti, á meðan svik og vanefndir eru algjör gagnvart samningum við verkalýðshreyfinguna, á meðan unga fólkinu er úthýst af húsnæðismarkaði fyrir lífstíð, á meðan barnafjölskyldur fá ekki dagvistun fyrir börnin, á meðan eldri borgarar, öryrkjar og láglaunafólk búa við sára fátækt og skort, á meðan opinberum starfsmönnum sem sinna mikilvægri grunnþjónustu er sagt upp, á meðan gamla fólkið deyr frá biðlistum eftir úrræðum, á meðan unga fólkið okkar og fjölskyldur þeirra mæta algjöru úrræðaleysi í geðheilbrigðismálum, á meðan biðtími á bráðamóttöku og læknavöktum mælist í 6 til 8 klukkustundum og lengist, á meðan þjónustan fer fram innan um örmagna heilbrigðisstarfsfólk á göngum sjúkrahúsa, á meðan ríkisstjórnin neitar að upplýsa almenning um sölu ríkiseigna í gegnum Lindarhvol, á meðan opinber gjöld eru aukin á almenning og auðstéttinni hlíft, á meðan Seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti ellefu sinnum í röð?“

Ragnar heldur svo áfram og bendir á að staðan sé sífellt að versna á meðan fyrirtæki, útgerðin og bankar græði sem aldrei fyrr.

„Á meðan staðan versnar bara og versnar?
Á meðan græða fyrirtækin sem aldrei fyrr og fjármálakerfið slær um sig með steinprýddum glerhöllum fyrir ofurgróða síðustu ára, gróða sem eykst bara og eykst á kostnað almennings, á meðan bankarnir skerða þjónustu og hækka gjaldskrár, á meðan útgerðarelítan mokar inn gróða af auðlindum okkar allra, á meðan auðstéttin hefur tekið milljarða tugi af braski með fiskeldi og öðru náttúruníði, á meðan innviðir eru einkavæddir og komið á vildarkjörum til útvalinna, á meðan taumlaus græðgin og dekur stjórnvalda við sérhagsmunaöflin er allt að drepa.“

Ragnar segir að svona muni aðstæður halda áfram að versna þar til þjóðin rís upp og segir að nú sé nóg komið. Sá tími sé kominn.

„Staðan mun versna þangað til við rísum upp og segjum stopp!
Nú er komið nóg!
Hingað og ekki lengra!
Ertu til í slaginn með mér? Deildu þá og rísum upp saman.
Dagskrá auglýst síðar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur Egilsson: Svefnherbergisvandamál hrjá Rússa eins og aðra

Vilhjálmur Egilsson: Svefnherbergisvandamál hrjá Rússa eins og aðra
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Fréttastofujól

Óttar Guðmundsson skrifar: Fréttastofujól
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Egilsson: Evrópusambandið snýst um frið, lýðræði og mannréttindi, ekki bara peninga

Vilhjálmur Egilsson: Evrópusambandið snýst um frið, lýðræði og mannréttindi, ekki bara peninga
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Trump byltingin og planið

Þorsteinn Pálsson skrifar: Trump byltingin og planið
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún Karls Helgudóttir: Konurnar verða síður prestar – eru hins vegar fleiri

Guðrún Karls Helgudóttir: Konurnar verða síður prestar – eru hins vegar fleiri
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún Karls Helgudóttir: Biblían er mest spennandi bók sem er til

Guðrún Karls Helgudóttir: Biblían er mest spennandi bók sem er til