fbpx
Fimmtudagur 08.janúar 2026
Eyjan

„Koma svo strákar, finnið þá gellu og þið getið andað léttar“

Eyjan
Þriðjudaginn 18. apríl 2023 16:24

Sólveig Anna Jónsdóttir Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að sú staða sé komin upp innan Alþýðusambands Íslands að „eintómum“ körlum sé stillt upp í forystusveit sambandsins.

Til stendur að halda þing ASÍ fljótlega og hefur verið leitað að aðila til að veita sambandinu forystu og eins að fólki til að fara með embætti varaforseta og taka sæti í miðstjórn sambandsins. Sitjandi forseti, Kristján Þórður Snæbjarnarson ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs.

RÚV greindi frá því í dag að Finnbjörn A. Hermannsson þyki líklegur arftaki og hafi verið þrýst á hann að taka við embætti forseta ASÍ undanfarið. Þá geti Kristján Þórður tekið við sem varaforseti sem fulltrúi iðnaðarmanna og Vilhjálmur Birgisson sem fulltrúi Starfsgreinasambandsins. Eins sé verið að þrýsta á Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR, til að vera fulltrúi síns félags. Þá stæði það svo að fjórir karlmenn væru í æðstu embættum og vísar Sólveig Anna eflaust til þess í nýlegri færslu sem hún ritaði á Facebook.

„Nú gerast menn innan Alþýðusambands Íslands mæðulegir mjög. Sú staða dregst upp að eintómir karlar stillist upp í forystusveit hins merka og sögulega fyrirbærir á þinginu sem haldið verður í lok apríl-mánaðar. Ég get ekki annað en fundið til meðaumkunar yfir karla-armæðunni.“

Sólveig Anna bendir á að hún sjálf sé kona og formaður annars stærsta stéttarfélags landsins. En líklega geti ASÍ ekki hugsað sér að hafa hana þar í forystunni.

„Og það sem gerir þetta allt enn meira armæðandi er að formaður Eflingar, annars stærsta verkalýðsfélags landsins með 28.000 meðlimi, tvíkjörin af félagsfólki, er svo hræðilegt fyrirbæri sem raun ber vitni. Annars væri sú komma-lufsa mögulega brúkleg til að hjálpa köllunum að laga kynjaskiptinguna. En alas, forkvenmaðurinn sjá er svo hræðilega karlægur að það er ekki hægt að hugsa sér það.“

Segist Sólveig Anna vona að karlarnir gefist ekki upp. Mögulega geti þeir fundið einhverja konu sem er með veikara umboð heldur en Sólveig sjálf sem lítið muni fara fyrir.

„Við verðum bara að vina að karlarnir gefist ekki upp. Eins og kveðið var forðum: Leitið og þér munið finna. Einhvers staðar er ókarllæg kona með veikt umboð sem lítið fer fyrir. Koma svo strákar, finnið þá gellu og þið getið andað léttar.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur Egilsson: Svefnherbergisvandamál hrjá Rússa eins og aðra

Vilhjálmur Egilsson: Svefnherbergisvandamál hrjá Rússa eins og aðra
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Fréttastofujól

Óttar Guðmundsson skrifar: Fréttastofujól
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Egilsson: Evrópusambandið snýst um frið, lýðræði og mannréttindi, ekki bara peninga

Vilhjálmur Egilsson: Evrópusambandið snýst um frið, lýðræði og mannréttindi, ekki bara peninga
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Trump byltingin og planið

Þorsteinn Pálsson skrifar: Trump byltingin og planið
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún Karls Helgudóttir: Konurnar verða síður prestar – eru hins vegar fleiri

Guðrún Karls Helgudóttir: Konurnar verða síður prestar – eru hins vegar fleiri
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún Karls Helgudóttir: Biblían er mest spennandi bók sem er til

Guðrún Karls Helgudóttir: Biblían er mest spennandi bók sem er til