fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Eyjan

Páll leigubílstjóri ver Jón með kjafti og klóm

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 17. apríl 2023 08:00

Páli finnst illa hafa verið vegið að Jóni Gunnarssyni að undanförnu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ósköp held ég að það séu ömurleg örlög að þurfa eða reyna sem ákafast að ófrægja og níða störf stjórnvalda eða gera þau tortryggileg, líkt og íslenska stjórnarandstaðan baslar jafnan við,“ segir Páll Pálmar Daníelsson leigubílstjóri í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Þar skrifar hann um meint gagnsleysi stjórnarandstöðunnar á Alþingi og ver Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra með kjafti og klóm. Segir hann að stjórnarandstaðan hafi bitið höfuðið af skömminni fyrir skemmstu með vantrauststillögu á „einn fremsta ráðherra lýðveldissögunnar í tveimur ráðuneytum“ eins og hann kemst að orði.

„Valinkunnan afbragðsmann sem nýtur fyllsta trausts alls almennilegs fólks. Við atvinnubílstjórarnir sem fögnuðum mislægu gatnamótunum við Krýsuvíkurveg í Hafnarfirði hvað mest biðjum ugglaust flestir Jóni Gunnarssyni þáverandi samgönguráðherra guðsblessunar fyrir að hafa drifið þau í gegn,“ segir hann en nefnir í framhjáhlaupi að verktakarnir sem sinntu því verki hefðu mátt gera betur.

„Satt að segja miklu betur, enda held ég að Vegagerðin hafi útilokað þá frá hinni frábæru framkvæmd sem núverandi ráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson beitti sér fyrir með breikkun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði. Þessi útúrdúr í greininni er eingöngu til að undirstrika að það sem ráðherrar ákveða – það gildir og er gert,“ segir hann og bætir við að stjórnarandstaðan á Alþingi Íslendinga sé ekki í neinum færum til að kasta rýrð á nokkurn ráðherra ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur.

„Allra síst Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra, sem staðið hefur keikur gegn varhugaverðri tilhneigingu til að „opna landamærin fyrir alla sem leita sér betra lífs. Þetta eru jú flestir ungir karlmenn“. Ekki furða að sumar konur á þingi hafi rétt úr sér. Sjóræningjarnir, samfylkingarliðið og flóttahópurinn úr Sjálfstæðisflokknum halda að það sé til heilla að hleypa öllu þessu liði inn í landið, þótt húsnæðiskerfið, heilbrigðiskerfið, skólakerfið og umburðarlyndi okkar Íslendinga sé komið alveg að þolmörkum og geti brostið hvenær sem er. Ekki síst ef náttúruhamfarir fara að verða algengar,“ segir leigubílstjórinn Páll og endar grein sína á þessum orðum:

„Lengi getur vont versnað. Getur einhver lesandi Morgunblaðsins ímyndað sér að þjóðinni væri betur borgið ef fulltrúar stjórnarandstöðunnar skipuðu ríkisstjórnina? (Fyrirgefið mér þessa hroðalegu sviðsmynd.) Rétt fyrir risafundinn í maí!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn