Sofiane Boufal, leikmaður Al Rayyan, naut þess að sjá Cristiono Ronaldo gráta á HM í Katar í desember.
Ronaldo grét eftir að Portúgal féll úr keppni gegn Marokkó í útsláttarkeppninni en Boufal er leikmaður þess síðarnefnda.
Boufal leikur einnig í Katar í dag en hann er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Southampton í ensku úrvalsdeildinni.
Vængmaðurinn viðurkennir að hann hafi notið þess að sjá Ronaldo labba af velli grátandi, frekar en að hans lið væri í sárum sínum eftir tap.
,,Með fullri virðingu til hans þá naut ég þess að sjá hann gráta frekar en að við værum að gráta,“ sagði Boufal.
,,Varðandi Messi og Ronaldo þá myndi égl velja Messi og félagið sem ég hef alltaf viljað spila fyrir er Barceloina.“