fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
Eyjan

Kjarasamningur Eflingar og Reykjavíkurborgar samþykktur með miklum meirihluta

Eyjan
Föstudaginn 14. apríl 2023 13:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kjarasamningur Eflingar og Reykjavíkurborgar, sem var undirritaður þann 1. apríl, hefur verið samþykktur af Eflingarfélögum, og það með miklum meirihluta.

Atkvæðagreiðslu lauk á hádegi í dag.

Já sögðu 756, eða tæp 89 prósent og nei sögðu 57, eða tæp 7 prósent. 38, eða rúm 4 prósent, tóku ekki afstöðu.

Kjörsókn var rúmlega 40 prósent, en til atkvæða gengu 851 af þeim 2.098 sem eru á kjörskrá.

Kjarasamningurinn hefur því tekið gildi.

Sem dæmi um þær launahækkanir sem felast í samningnum hefur Efling bent á að leiðbeinandi á leikskóla með eins árs starfsreynslu hækkar um rétt rúmar 39 þúsund krónur á mánuði. Að sama skapi mun deildarstjóri á leikskóla með níu ára starfsreynslu hækka um rúmar 47 þúsund krónur og verkamaður í útivinnu með sjö ára starfsreynslu um rúmar 41 þúsund krónur.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, lét hafa eftir sér eftir að samningurinn var undirritaður að niðurstaðan sé ásættanleg. Til staðar hafi verið samningsvilji og lausnarmiðun af hálfu borgarinnar og hafi raunverulegt samtal náðst. Deilunni var aldrei vísað til ríkissáttasemjara.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Pipar\TBWA kaupir hlut í norsk-breska fyrirtækinu Aida Social

Pipar\TBWA kaupir hlut í norsk-breska fyrirtækinu Aida Social
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stjórnarandstaðan pirruð yfir að fá að halda málþófinu áfram fram á nótt – „Hvaða leikrit er í gangi?“

Stjórnarandstaðan pirruð yfir að fá að halda málþófinu áfram fram á nótt – „Hvaða leikrit er í gangi?“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennaárinu er fagnað – í kvíða

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennaárinu er fagnað – í kvíða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Verðum að ávarpa þá tilfinningu þjóðarinnar að ekki sé eðlileg skipting ágóðans af sjávarútvegi

Diljá Mist Einarsdóttir: Verðum að ávarpa þá tilfinningu þjóðarinnar að ekki sé eðlileg skipting ágóðans af sjávarútvegi