fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Eyjan

Þetta eru 5 bestu vinnustaðir Íslands samkvæmt GPTW

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 14. apríl 2023 12:28

Ingibjörg Ýr Kalatschan, viðskiptastjóri GPTW á Íslandi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Great Place To Work hefur gefið út nýjan topp 5 lista yfir Bestu vinnustaði Íslands. GPTW er alþjóðleg stofnun um vinnustaðamenningu og hefur gefið út topplista yfir bestu fyrirtæki landsins undanfarin fjögur ár. Vottuðum fyrirtækjum fjölgaði úr fjórum árið 2022 í 11 árið 2023.Efstu fimm fyrirtæki landsins á listanum eru Kolibri sem er í fyrsta sæti, Smitten Dating er í öðru sæti, Tryggja í því þriðja, 1939 Games er í fjórða sæti og DHL Express í því fimmta.,,Starfsemi Great Place To Work á Íslandi hefur vaxið mjög undanfarið ár og virðast fyrirtæki og stofnanir í auknum mæli nýta sér sérfræðiþekkingu GPTW með því að ganga til samstarfs og veita innsýn í sína vinnustaðamenningu. Great Place To Work á sér meira en 30 ára sögu og vottaði yfir 20.000 fyrirtæki á síðasta ári en er svo til nýtt á íslenskum markaði.  Við viljum vita hvað er mikilvægt fyrir stjórnendur og hvað skiptir starfsfólkið máli og nálgumst okkar viðskiptavini með langtímasamband í huga. Við veitum ítarlega innsýn byggða á gögnum úr svörum starfsfólksins sem sýna á hvaða sviðum er verið að gera góða hluti og hvar er svigrúm til að bæta úr. Listinn yfir fimm bestu vinnustaði á Íslandi 2023 sýnir vel hvernig vinnustaðamenning skiptir máli í ólíkum atvinnugreinum,“ segir Ingibjörg Ýr Kalatschan, viðskiptastjóri GPTW á Íslandi.Efstu fimm fyrirtækin á Íslandi hjá GPTW:1. Kolibri – Stafræna umboðsskrifstofan Kolibri er Besti vinnustaður Íslands 2023. Þau hafa ómiðstýrðan strúktúr sem kallast „holacracy“ sem þýðir „engir yfirmenn“. Gagnsæi launa og jafnt kynjahlutfall gerir vinnustaðinn frábæran að sögn starfsfólksins.2. Smitten Dating – Lífleg skrifstofa þar sem starfsfólkið hittist á hverjum morgni í kaffi og spjall um allt nema vinnuna. Smitten býr að orku, sköpunargleði og jafnvægi vinnu og einkalífs.3. Tryggja ehf. – Tryggja er elsta vátryggingamiðlunin á landinu. Jafnrétti kynjanna er einkennandi fyrir vinnustaðamenninguna og traust mældist einstaklega hátt hjá Tryggja.4. 1939 Games – Framsækinn, sveigjanlegur vinnustaður þar sem ríkir traust og virðing. Fyrirtæki í örum vexti með atvinnutækifæri í Reykjavík og þróunarteymi farsímaleikja í Helsinki.5. DHL Express – Hjálpar til við að halda heiminum gangandi með áreiðanlegum flutningum. Hjá DHL skilja þau mikilvægi viðurkenndrar vottunar til að laða að hæfileikaríkt starfsfólk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“