fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Eyjan

Árborg á barmi gjaldþrots: Laun formannsins hækkuðu um 90% á einu ári

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 13. apríl 2023 07:50

Bragi Bjarnason er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er falskur tónn í þessu öllu saman,“ sagði Tómas Ellert Tómasson, fyrrverandi formaður bæjarráðs Árborgar og fulltrúi Miðflokksins, í fréttum RÚV í gærkvöldi.

Tómas skrifaði grein á vef Sunnlenska í vikunni þar sem hann rifjaði upp ríflega launahækkun sem formaður bæjarráðs Árborgar fékk í fyrra. Fjárhagsstaða sveitarfélagsins hefur verið talsvert í umræðunni að undanförnu, en Árborg skuldar um 25 milljarða króna og þarf að óbreyttu að grípa til róttækra aðgerða.

Tómas sagði meðal annars í grein sinni að formaður bæjarráðs Árborgar og oddviti Sjálfstæðisflokksins, Bragi Bjarnason, hefði hækkað ríflega í launum.

RÚV fjallaði um málið í gærkvöldi og benti á að launahlutfall formanns bæjarráðs hefði verið hækkað úr 21 prósent í í 65 prósent í júní í fyrra. Bætist það ofan á föst laun bæjarfulltrúans sem taka mið af þingfararkaupi. Er formaður bæjarráðs nú með um 1,2 milljónir í heildarlaun en var áður með 619 þúsund krónur og hafa launin því hækkað um 90% á einu ári.

Tómas Ellert er ómyrkur í máli og segir að meirihlutinn ætti að ganga fram með betra fordæmi. „Það er bara verið að misfara með fé,“ sagði hann við RÚV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans