Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem er nokkuð umdeild og efast sumir vísindamenn um niðurstöður hennar. Ef niðurstöðurnar eru réttar þá eru meiri líkur á að risastór loftsteinn, sem gæti útrýmt heilu tegundunum, lendi í árekstri við jörðina en áður var talið.
Llive Science segir að rannsóknin hafi verið kynnt á hinni árlegu Lunar and Planetary Science ráðstefnu sem fór nýlega fram í The Woodlands í Texas.
Með því að nota nýja háskerputækni við rannsóknir á ljósmyndum segjast vísindamennirnir hafa séð að gígar, eftir árekstra loftsteina, voru upprunalega mun stærri en nú er.
Ef það er rétt þá hafa loftsteinar stærri en 1 km, lent á jörðinni allt að tíu sinnum á síðustu einni milljón ára. Það er mun tíðara en áður var talið en það mat var að slíkur árekstur ætti sér stað á 600.000 til 700.000 ára fresti.