fbpx
Fimmtudagur 08.janúar 2026
Eyjan

Brim og Akraneskaupstaður skrifa undir samning um framhald á samstarfi um Breið þróunarfélag á Akranesi

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 31. mars 2023 15:27

Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraneskaupstaðar, Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims, Valdís Fjölnisdóttir, framkvæmdastjóri Breiðar þróunarfélags og Inga Jóna Friðgeirsdóttir, fjármálastjóri Brims.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brim hf. og Akraneskaupstaður hafa skrifað undir samning um framhald á starfsemi Breiðar þróunarfélags til næstu þriggja og hálfs ára eða til loka árs 2026.  

Breið þróunarfélag var stofnað í júlí 2020 og eru aðilar sammála um að verulegur og jákvæður árangur hafi verið af samstarfinu frá stofnun þess. Þann árangur má m.a. sjá í uppbyggingu nýsköpunarseturs og nýjum störfum sem hafa skapast á Akranesi í ýmsum greinum en þó aðallega rannsóknum og þróun. Varðandi þróun Breiðarinnar liggja fyrir niðurstöður hugmyndasamkeppni og vinningstillaga sem aðilar eru sammála um að leggja til grundvallar framtíðaruppbyggingu á svæðinu.  

Akraneskaupstaðar og Brim eru sammála um að næsti áfangi samstarfsins um Breið þróunarfélag skuli gilda frá undirritun samkomulags þessa til ársloka 2026.  Eftirfarandi atriði eru sameiginleg markmið á árunum 2023 – 2026: 

Áfram verði unnið að því að efla starfsemi Breiðar þróunarfélags sem vettvangs nýsköpunar og frumkvöðlastarfs þar sem áhersla verður m.a. lögð á rannsóknir og nýtingu auðlinda hafsins, aðgerðir gegn súrnun sjávar  og aðgerðir í loftslagsmálum til að mæta markmiðum Íslands í loftslags- og umhverfismálum. 

Sameiginlega verði unnið að breytingum á aðalskipulagi Breiðarinnar og nýju deiliskipulagi á grundvelli vinningstillögunnar „Lifandi samfélag við sjó“ sem unnin var af  arkitektastofunni Arkþing/Nordic og Eflu verkfræðistofu.  Það er markmið aðila að skipulagsvinnu verkefnisins ljúki á árinu 2025.  

Framkvæmdastjóri félagsins er Valdís Fjölnisdóttir og í stjórn sitja: Gísli Gíslason, starfandi stjórnarformaður, Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraneskaupstaðar og Inga Jóna Friðgeirsdóttir, fjármálastjóri Brims. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mótframbjóðandi kvartar yfir framboði Vilhjálms – „Kemur verulega á óvart“

Mótframbjóðandi kvartar yfir framboði Vilhjálms – „Kemur verulega á óvart“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Lærdómur sögunnar

Björn Jón skrifar: Lærdómur sögunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur Egilsson: Kannski er þetta tímabil í sögu Bandaríkjanna bara liðið

Vilhjálmur Egilsson: Kannski er þetta tímabil í sögu Bandaríkjanna bara liðið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún Karls Helgudóttir: Þegar á reynir leitar fólk til Kirkjunnar

Guðrún Karls Helgudóttir: Þegar á reynir leitar fólk til Kirkjunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún Karls Helgudóttir: Ótrúlegt hvað stórfelldar breytingar á Þjóðkirkjunni frá 2019 hafa farið lágt

Guðrún Karls Helgudóttir: Ótrúlegt hvað stórfelldar breytingar á Þjóðkirkjunni frá 2019 hafa farið lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Er ekki allt í jólalagi?

Nína Richter skrifar: Er ekki allt í jólalagi?