fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

ESB-ríkin ætla að auka skotfæraframleiðslu

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 29. mars 2023 08:00

Úkraínskir hermenn við stórskotaliðsbyssu í Kherson. Engin eftirlíking hér á ferð. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðildarríki ESB hafa sammælst um að auka skotfæraframleiðslu sína og eru þau nú að kanna hvernig þau geta gert það.

Það er nauðsynlegt að auka skotfæraframleiðsluna til að geta stutt við bakið á Úkraínumönnum í baráttu þeirra gegn rússneska innrásarliðinu. Þetta kallar á aukinn útgjöld og fjárfestingar til að auka framleiðslugetu skotfæraverksmiðja og bæta við verksmiðjum.

Danir eru meðal þeirra aðildarríkja sem eru nú að skoða hvað þeir geta gert í þessu og er talið líklegt að skotfæraframleiðsla hefjist í Frederikshavn á Norður-Jótlandi á nýjan leik en þar var áður skotfæraverksmiðja en henni var lokað 2020.

Mette Frederiksen, forsætisráðherra, sagði í síðustu viku að Úkraínumenn noti mikið af skotfærum og reiknað sé með að þeir muni gera það áfram. Þess vegna þurfi að senda þeim enn meira og auka framleiðslugetuna. Einnig verði Evrópuríki að fylla á eigin birgðageymslur en töluvert hefur gengið á birgðir vegna stríðsins í Úkraínu.

Leiðtogar ESB-ríkjanna samþykktu að setja sem svarar til um 300 milljarða íslenskra króna í framleiðslu og kaup á fallbyssukúlum fyrir Úkraínumenn. Þetta dugir fyrir einni milljón kúlna og verða þær sendar til Úkraínu á næstu 12 mánuðum.

Kúlurnar verða framleiddar í aðildarríkjum ESB og setur það aukinn þrýsting á vopnaverksmiðjur í meðal annars Þýskaland, Slóvakíu og Svíþjóð sem verða nú að framleiða enn meira en áður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sakar Katrínu um að svíkja börnin á Gaza – „Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur“

Sakar Katrínu um að svíkja börnin á Gaza – „Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur“
Fréttir
Í gær

Katrín áfram efst hjá veðbanka þrátt fyrir dalandi fylgi – Þetta eru stuðlarnir

Katrín áfram efst hjá veðbanka þrátt fyrir dalandi fylgi – Þetta eru stuðlarnir
Fréttir
Í gær

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“
Fréttir
Í gær

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni