fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

KSÍ vísar frá kröfu KV

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 28. mars 2023 10:39

Frá höfuðstöðvum KSÍ / Mynd: Sigtryggur Ari Jóhannsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur kveðið upp úrskurð í kærumáli nr. 5/2023. Hefur nefndin hafnað kröfu KV um að felld verði úr gildi ákvörðun stjórnar KSÍ frá 18. febrúar 2023 að taka ekki til greina þátttökutilkynningu Kórdrengja vegna keppnistímabilsins 2023 og þess í stað að flytja Knattspyrnufélagið Ægi í Lengjudeild karla.

KV hafnaði í ellefta sæti Lengjudeildar karla í sumar og féll þar með úr deildinni. Hins vegar hafnaði KSÍ þátttökutilkynningu Kórdrengja og af fóru af stað vangaveltur um hvort KV eða Ægir, sem hafnaði í þriðja sæti 2. deildar, ætti að taka sætið.

KV benti á að í reglum leyfiskerfis KSÍ kæmi fram að næst­neðsta sætið í viðkom­andi deild fái sætið sem losn­ar, ef það er vegna þess að þátt­tökutilkynningu ann­ars liðs var hafnað. Í þessu tilfelli er það KV.  Kröfu Vesturbæjarfélagsins hefur hins vegar verið hafnað.

Þá hafnaði nefndin kröfu KV um að staðfest verði að félagið skuli leika í Lengjudeild karla sumarið 2023. Kröfu KV um að staðfest yrði að félagið Kórdrengir hafi ekki uppfyllt skilyrði leyfiskerfis Knattspyrnusambands Íslands var vísað frá aga- og úrskurðarnefnd.

Úr niðurstöðu í máli nr. 5/2023:

„Í gr. 13 í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót er fjallað um þátttökurétt í mótum á vegum KSÍ. Í gr. 13.4 er fjallað um þátttökutilkynningar og kemur þar m.a. fram að þátttökutilkynningar verða ekki teknar til greina nema nauðsynlegar upplýsingar fylgi skv. reglugerðum KSÍ og fyrirmælum mótanefndar, sem og helmingur þátttökugjalda, helmingur heildargjalds vegna ferða- og uppihaldskostnaðar dómara- og aðstoðardómara vegna leikja í deildakeppni og bikarkeppnum og ógreiddar skuldir fyrra árs.

Í gr. 18.1 í sömu reglugerð er kveðið á um að leikir í knattspyrnumótum á vegum KSÍ skuli fara fram á leikvöllum er uppfylla kröfur sem settar eru fram í reglugerð KSÍ um knattspyrnuleikvanga. Þá kemur fram í gr. 18.2 að félög skuli tilkynna KSÍ um stærð og gerð leikvallar sem viðkomandi félag hyggst leika á fyrir 10. janúar ár hvert. Þá kemur fram að ef leikvöllur félags uppfylli ekki kröfur um lágmarksstærð skuli umsókn þess um þátttöku í mótum á vegum KSÍ hafnað.“

[…] „Af framangreindu má ljóst vera að þátttökutilkynning Kórdrengja frá 7. febrúar 2023 uppfyllti ekki þann áskilnað sem gerður er í gr. 13.4, sbr. og gr. 18.2 í reglugerðar KSÍ um knattspyrnumót og í samræmi við skýran áskilnað gr. 13.4 bar kærða, KSÍ, að bregðast við með þeim hætti að taka ekki þátttökutilkynningu til greina.

[…] „Að framangreindu virtu bar stjórn KSÍ, við endurröðun liða vegna brottfalls Kórdrengja, að miða við hina almennu reglu í gr. 23.1.11 og var Ægir því réttilega fluttur upp um deild í Lengjudeild karla.

Með vísan til alls framangreinds er hafnað þeirri kröfu kæranda að fella úr gildi þá ákvörðun stjórnar KSÍ frá 18. febrúar 2023 að hafna að taka til greina þátttökutilkynningu Kórdrengja vegna keppnistímabilsins 2023 og þess í stað að flytja Knattspyrnufélagið Ægi í Lengjudeild karla í stað Kórdrengja. Með því að fyrsta kröfulið kæranda er hafnað verður jafnframt hafnað þriðja kröfulið kæranda um að staðfest verði að Knattspyrnufélag Vesturbæjar skuli leika í Lengjudeild karla sumarið 2023.“

Úrskurður í máli nr. 5/2023

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fór frá Arsenal í fyrradag og var í dag ákærður fyrir fimm nauðganir og fleira til

Fór frá Arsenal í fyrradag og var í dag ákærður fyrir fimm nauðganir og fleira til
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Eigandinn veður í Þorstein Halldórsson og KSÍ – „Í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum“

Eigandinn veður í Þorstein Halldórsson og KSÍ – „Í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“
433Sport
Í gær

David endar á Ítalíu

David endar á Ítalíu
433Sport
Í gær

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu