fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Eyjan

KPMG sýknað af rúmlega 700 milljón króna bótakröfu fyrirtækis í eigu Skúla Gunnars

Eyjan
Þriðjudaginn 28. mars 2023 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað endurskoðunarfyrirtækið KPMG af rúmlega 715 milljón króna bótakröfu Sjöstjörnunnar ehf, fyrirtækis sem er í eigu Skúla Gunnars Sigfússonar, gjarnan kenndum við Subway.

Málið var höfað vegna þess að tvær fasteignir í eigu Sjöstjörnunnar, við Eyrarveg 2 á Selfossi og aðrar tvær í Ölfusi, voru kyrrsettar í kyrrsetningaðgerð sýslumanns vegna máls sem tengist gjaldþroti Eggert Kristjánssonar hf., sem síðar var nefnt EK1923 ehf.

Dómsmál sem endaði í Hæstarétti

Eftir gjaldþrot EK1923 ehf. þá fór skiptastjóri búsins, Sveinn Andri Sveinsson, fram á að gjörningi þar sem að fasteign félagsins, við Skútuvog 3, sem var seld út út fyrirtækinu nokkru fyrir gjaldþrotið til Sjöstjörnunnar ehf., yrði rift á grundvelli þess að um gjafagjörning væri að ræða og að fasteignir Sjöstjörnunnar yrðu kyrrsettar til tryggingu mögulegra skaðabóta. Fasteignin var seld út úr félaginu á 475 milljónir króna en skiptastjóri taldi hana mun verðmætari.

Af því hlaust langt dómsmál sem endaði með því að skiptastjóri vann sigur í málinu í Hæstarétti og var Sjöstjörnunni gert að greiða ríflega 324 milljónir króna til þrotabúsins.

Gjörningur sem skaðaði rekstrarhæfi Eggerts Kristjánssonar hf.

Í kjölfarið af þeim úrskurði höfðaði Sjöstjarnan ehf. mál á hendur KPMG og til vara lögfræðistofunni Logos slf. þar sem farið var fram á áðurnefndar skaðabætur þar sem að fyrirtækin höfðu séð um svokallaða skiptingaáætlun þegar fasteignin við Skútuvog var seld yfir í Sjöstjörnuna. Það hafi þeim farist illa úr hendi og þar með skapað sér skaðabótaábyrgð.

Á þessi rök þrír dómarar Héraðsdóms Reykjavíkur ekki og komust í einfölduðu máli að þeirri niðurstöðu að Skúli hafi sjálfur tekið ákvörðun um að selja fasteigna út úr Eggerti Kristjánssyni hf. og að hann hefði sjálfur átt að átta sig á því að um undirverð væri að ræða sem skaðaði rekstrarhæfi Eggert Kristjánssonar hf.

 

Hér má lesa dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í heild sinni.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – þetta er kjarni The B Team

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – þetta er kjarni The B Team
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu