fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Eyjan

Björn Leví segir Mogganum að hætta að dylgja um sig – „Hóstið því upp úr ykkur“

Eyjan
Sunnudaginn 26. mars 2023 16:24

Björn Leví Gunnarsson. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Leví, þingmaður Pírata, biður Staksteina Morgumblaðsins um að hætta dylgjum um sig og segja hreint út hverra hagsmuna dálkahöfundar telji hann vera að ganga. Tilefni þessara orðaskipta er ágreiningur um rafvopnavæðingu lögreglunnar. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra setti nýlega reglugerð sem heimilar lögreglu að bera rafbyssur. Ákvörðunin var ekki borin undir þing eða ríkissstjórn. Tekist var á um þetta í Alþingin í vikunni, en við gefum Staksteinum orðið:

„Af ein­hverj­um ástæðum er sum­um mikið í mun að veikja lög­regl­una og gera störf lög­reglu­manna hættu­legri með því að koma í veg fyr­ir að þeir geti varið sig og aðra. Hef­ur þetta komið ber­lega í ljós í umræðum um raf­byss­ur. Pírat­inn Björn Leví spurði dóms­málaráðherra út í ákvörðun hans um að koma slík­um varn­ar­tækj­um í hend­ur lög­reglu­manna, meðal ann­ars með vís­an til um­mæla for­sæt­is­ráðherra og umboðsmanns Alþing­is í þessu sam­bandi.

Dóms­málaráðherra sagði að niðurstaða umboðsmanns hefði verið skýr um að eng­in lög hefðu verið brot­in. Ráðherra hefði verið í full­um rétti. Þá benti dóms­málaráðherra á að árið 1999 hefðu verið sett­ar regl­ur um vopna­b­urð þar sem ákveðið hefði verið að heim­ila raf­byss­ur við sér­stak­ar aðstæður. Heim­ild­in hefði því verið til staðar.“

Í lok pistilsins kemur sneið til Björns sem hann krefst nú skýringar á. Þar segir: „Al­menn­ing­ur hlýt­ur að velta því fyr­ir sér hver er bætt­ari með því að veikja lög­regl­una og hverra er­inda gagn­rýn­end­ur eru að ganga.“

Björn Leví birtist skjáskot af pistlinum á Facebook og segir:

„Hverra erinda er ég að ganga „hæstvirtir“ nafnlausu staksteinar?

Hóstið því upp úr ykkur í staðinn fyrir að vera með einhverjar dylgjur“

Líflegar umræður um vopnaburð lögreglu eru undir færslunni sem opna má með því að smella hér að neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Nytsamlegir sakleysingjar þjóna hagsmunum ríkustu fjölskyldna landsins og fá brauðmola að launum

Svarthöfði skrifar: Nytsamlegir sakleysingjar þjóna hagsmunum ríkustu fjölskyldna landsins og fá brauðmola að launum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Málæði um ekki neitt meðan sumarið líður hjá

Svarthöfði skrifar: Málæði um ekki neitt meðan sumarið líður hjá
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Ísland eina Schengen landið sem ekki er með móttöku- og brottfararstöðvar fyrir hælisleitendur

Þorbjörg Sigríður: Ísland eina Schengen landið sem ekki er með móttöku- og brottfararstöðvar fyrir hælisleitendur