fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Eyjan

Sauð upp úr á Alþingi – „Hættu að ljúga Ásmund­ur Friðriks­son, hættu að ljúga“

Eyjan
Fimmtudaginn 16. mars 2023 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Til harkalegra orðaskipta kom á milli þingmannanna Ásmundar Friðrikssonar, hjá Sjálfstæðisflokki, og Helgu Völu Helgadóttur, Samfylkingu, eftir atkvæðagreiðslu um útlendingafrumvarpið á Alþingi í gærkvöld. Mbl.is greinir frá þessu.

Á upptöku af þingfundi má heyra Helgu Völu segja: „Hættu að ljúga Ásmund­ur Friðriks­son, hættu að ljúga,“ eftir að hún gerði grein fyrir atkvæði sínu. Helga Vala segir við mbl.is að hún hafi heyrt Ásmund segja við sessunaut sinn að hún hafi hagsmuna að gæta varðandi flóttafólk og því sé ekkert að marka hana.

„Hann var að ljúga að ég væri í eig­in hags­mun­um fjár­hags­leg­um, þegar ég væri að tala um mál­efni fólks á flótta. Að það væri ekk­ert að marka það sem ég segði því ég væri að græða svo mikið á flótta­fólki,“ seg­ir Helga Vala. Segir hún að Ásmundur viti betur. Hún hafi vissulega verið talsmaður fólks á flótta á árunum 2011 til 2014 en hún sé ekki lengur í því starfi. Hún hafi enda verið þingmaður síðustu fimm ár.

Segir Helga Vala að Ásmundur kjósi að ljúga þó að hann viti sannleikann í þessu.

„Hann virðist ganga út frá því að fólk geri aldrei neitt nema græða á því sjálft. Það er fyrsta hugs­un hjá hon­um ein­hverra hluta vegna,“ segir Helga Vala.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þurfti að stilla til friðar eftir háðsglósur á Alþingi þar sem þingmaður móðgaðist og meirihlutinn flissaði – „Bíddu, hvar hefurðu verið?“

Þurfti að stilla til friðar eftir háðsglósur á Alþingi þar sem þingmaður móðgaðist og meirihlutinn flissaði – „Bíddu, hvar hefurðu verið?“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Að flensa afturendann

Þorsteinn Pálsson skrifar: Að flensa afturendann
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Trump hefur sértrúarsöfnuð í kringum sig – Ísland hefur sérstöðu

Diljá Mist Einarsdóttir: Trump hefur sértrúarsöfnuð í kringum sig – Ísland hefur sérstöðu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Heimur í höndum skemanns

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Heimur í höndum skemanns
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Óttaslegnir menn

Steinunn Ólína skrifar: Óttaslegnir menn