Íaldanna rás hefur neysla á rauðrófum verið talin geta haft ýmis heilsueflandi áhrif á líkama okkar og notkun hennar má rekja allt að 2000 ár aftur í tímann til Rómverja. Áhugi á heilsueflandi eiginleikum rauðrófunnar er sífellt að aukast og þá sérstaklega hjá íþróttafólki þar sem rauðrófan inniheldur nítröt sem er sannkölluð ofurfæða.

Hylki eru hentug lausn

Rauðrófur eru af sömu plöntuætt og spínat og tilheyra tegundinni Beta vulgaris. Rauðrófur eru sneisafullar af næringar- og plöntuefnum og innihalda meðal annars ríkulegt magn af járni, A-, B6- og C-vítamíni, fólínsýru, magnesíum og kalíum. Þar að auki innihalda þær góð flókin kolvetni, trefjar og öflug andoxunarefni.

Rauðrófur eru eitthvað sem allt íþróttafólk ætti að bæta í sína rútínu, en það eiga ekki allir safavél heima hjá sér. Enn færri nenna að standa í því að pressa sér hreinan rauðrófusafa á hverjum degi þar sem því fylgir mikið uppvask og litarefnið úr safanum á það til að lita allt sem það kemst í tæri við. Auk þess eru ekki allir jafn hrifnir af bragðinu af safanum. Því er rauðrófuduft í hylkjum góð lausn til að bæta þessari vinsælu ofurfæðu inn í daglega rútínu.

Rauðrófur eru fullar af næringar- og plöntuefnum og innihalda meðal annars ríkulegt magn af járni, A-, B6- og C-vítamíni, fólínsýru, magnesíum og kalíum.

Orkumeiri og finnst ég afkasta meira á æfingum

Bjarni Jakob Gunnarsson er 35 ára verkfræðingur og tveggja barna faðir. Bjarni Jakob stundaði fótbolta frá fjögurra ára aldri en lauk ferli sínum árið 2015 og hóf að æfa CrossFit í kjölfarið. Í dag stundar Bjarni Jakob hins vegar þríþraut af kappi og keppir í þrautinni með frábærum árangri. Bjarni Jakob hefur verið að nota rauðrófuhylkin frá Natures Aid í dágóðan tíma samhliða þríþrautinni og deilir hér með okkur sinni reynslu.

„Ég kynntist gagnsemi rauðrófunnar í gegnum æfingafélaga mína í þríþrautinni sem höfðu verið að neyta þeirra í kringum æfingar og keppnir með frábærum árangri. Ég ákvað því að prófa safa en færði mig fljótt yfir í hylkin frá Natures Aid vegna bragðsins og litarins af safanum.

Mér þykir rauðrófuhylkin frá Natures Aid veita mér aukinn kraft á æfingum. Ég er orkumeiri og finnst ég afkasta mun meira. Einnig er frábær kostur að ég finn almennt fyrir minni kulda í líkamanum þegar ég tek inn rauðrófuhylkin. Þau eru ótrúlega þægileg í notkun og hentugt að innbyrða tvö hylki daglega eins og ráðlagt er. Ég passa alltaf að taka hylkin inn á sama tíma dags, 2–3 tímum fyrir æfingu en ég finn mikinn mun á mér og hef fulla trú á þessu bætiefni,“ segir Bjarni Jakob um tilkomu rauðrófuhylkjanna í sína daglegu rútínu.

Bjarni Jakob kynntist gagnsemi rauðrófunnar í gegnum æfingafélagana í þríþraut sem höfðu neytt þeirra með frábærum árangri.

Áhrifin leyna sér ekki

Bjarni Jakob tekur fram að eftir að hann fór að taka hylki í stað safans fyrir æfingar hafi hann fengið ýmsar fyrirspurnir, sérstaklega frá íþróttafólki. Hann átti meðal annars samtal við tvo einstaklinga sem neyta að sama skapi tiltekinna hylkja. Sá fyrri stundar maraþonhlaup og sá seinni spilar knattspyrnu í 1. deild karla og mæltu þeir báðir: „Ég hef aldrei verið orkumeiri síðan ég byrjaði að taka inn hylkin og finn ég mikinn mun á mér á löngum æfingum.“ Bjarni Jakob mælir hiklaust með rauðrófuhylkjunum frá Natures Aid, sérstaklega fyrir þá sem vilja bæta árangur sinn á æfingum og keppnum.

Rauðrófuhylkin frá Natures Aid eru 100% náttúruleg og án allra aukefna. Auðvelt er að opna hylkin og bæta duftinu út í heilsudrykki eða grautinn.

100% náttúruleg innihaldsefni

Rauðrófuhylkin frá Natures Aid eru 100% náttúruleg og án allra aukefna. Eitt hylki jafngildir 4.620 mg af þurrkaðri rauðrófu en mælt er með að taka með mat tvö hylki á dag, sem samsvarar 9.240 mg af þurrkaðri rauðrófu. Að auki er auðvelt að opna hylkin og bæta duftinu út í heilsudrykki eða grautinn. Hylkin eru án allra gervi- og litarefna. Þau eru einnig mjólkur-, laktósa-, glúten- og sykurlaus.

Þar sem að talið er að nítröt í rauðrófum hafi áhrif á blóðþrýsting ættu þeir sem hafa lágan blóðþrýsting eða taka blóðþrýstingslyf að ráðfæra sig við lækni áður en þeir bæta rauðrófum við mataræði sitt.