fbpx
Fimmtudagur 08.janúar 2026
Fréttir

„Nú í morgun lét hinn „einstaki“ Frosti Logason í ljós sína samsæriskenningu“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 10. mars 2023 14:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elva Hrönn Hjartardóttir gefur lítið fyrir þær kenningar að hún tengist einhverjum stjórnmálaflokk eða að hún sé að bjóða sig fram til formanns VR sem fulltrúi allra femínista landsins. Hún sé í framboði á sínum eigin forsendum og sé fullfær um að taka sínar ákvarðanir sjálf.

Hún vekur athygli á þessu á Facebook en tilefni skrifa hennar eru ummæli sem fjölmiðlamaðurinn Frosti Logason lét falla í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi um fréttir vikunnar. Frosti lét að því liggja að Elva Hrönn væri komin úr smiðju baráttukvennanna Sóleyjar Tómasdóttur og Drífu Snædal og sé hún í framboði fyrir alla femínista landsins.

Elva skrifar:

„Síðan ég tilkynnti framboð mitt hefur það verið bendlað við VG og Sjálfstæðisflokkinn, samstarfsfólk mitt í VR og ég hef fengið nafnbótina „afkvæmi Drífu Snædal og Höllu Gunnarsdóttur“. Nú í morgun lét hinn „einstaki“ Frosti Logason í ljós sína samsæriskenningu á Bylgjunni þar sem verið var að fara yfir fréttir vikunnar. Hann vill meina að ég komi beint úr smiðju Sóleyjar Tómasdóttur og Drífu Snædal og að ég fari fram fyrir „alla femínista landsins til að taka yfir VR.“ Ég held ég verði nú að segja að þetta sé uppáhalds kenningin mín til þessa.“

Elva tekur fram að það séu engin öfl á bak við hana og sé hún í framboði algjörlega á eigin forsendum.

„Ég segi það enn og aftur: Ég er í þessu framboði á mínum eigin forsendum af því að ÉG tók þá ákvörðun sjálf. Ég er fullkomlega fær um að taka eigin ákvarðanir og það eru engin öfl á bakvið mig, hvorki fjárhagsleg, pólitísk eða af öðrum toga. En ég hef vissulega fengið heilmikla hvatningu alls staðar að.

Ég gef kost á mér af því að mér og fjölmörgum sem þekkja til mín finnst ég eiga erindi sem formaður VR. Af því að allt mitt líf hef ég lagt mig alla fram við að koma vel fram við náungann, tala máli þeirra sem einhverra hluta vegna geta það ekki sjálf og nýta mína forréttindastöðu í lífinu til að vinna í átt að réttlátu samfélagi. Þess vegna býð ég mig fram í formann VR.“

Formannskjörið í VR í hafið og lýkur á miðvikudaginn í næstu viku. Elva Hrönn er í framboði gegn sitjandi formanni, Ragnari Þór Ingólfssyni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Áramótaheit unga parsins vakti athygli Ögmundar – Minnti hann á óþægilega tilfinningu

Áramótaheit unga parsins vakti athygli Ögmundar – Minnti hann á óþægilega tilfinningu
Fréttir
Í gær

Þýsk kona faldi ógrynni af ketamíni og MDMA í bíl – Staðin að verki í Hólshrauni

Þýsk kona faldi ógrynni af ketamíni og MDMA í bíl – Staðin að verki í Hólshrauni
Fréttir
Í gær

Selfyssingur þvættaði 10 milljónir – Sagðist hafa fengið peningana með því að selja skálar og Pokemon-spil

Selfyssingur þvættaði 10 milljónir – Sagðist hafa fengið peningana með því að selja skálar og Pokemon-spil
Fréttir
Í gær

Svört skýrsla um húsnæðiskerfið – Verð hækkar tvöfalt hraðar en laun og unga fólkið fast í foreldrahúsum

Svört skýrsla um húsnæðiskerfið – Verð hækkar tvöfalt hraðar en laun og unga fólkið fast í foreldrahúsum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Grænland ætti augljóslega að vera hluti af Bandaríkjunum“

„Grænland ætti augljóslega að vera hluti af Bandaríkjunum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Runólfur segir að stjórnvöld hefðu betur hlustað á FÍB

Runólfur segir að stjórnvöld hefðu betur hlustað á FÍB