fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Eyjan

Laufey nýr mannauðsstjóri Icewear

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 10. mars 2023 13:28

Laufey Guðmundsdóttir Mynd: Helga Margrét

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Laufey Guðmundsdóttir hefur verið ráðin mannauðsstjóri Icewear. Laufey er með BA gráðu í tómstunda- og félagsmálafræðum frá Háskóla Íslands, diploma í ferðamálafræðum frá Hólum, meistaragráðu í forystu og stjórnun frá Háskólanum á Bifröst og viðurkenndur sérfræðingur í fræðslustjórnun frá Akademias. Kemur þetta fram í tilkynningu frá Icewear.

,,Það hefur verið skemmtileg og áhugaverð reynsla að hefja störf hjá Icewear. Fyrst sem verslunarstjóri og síðar mannauðsstjóri. Verkefnin eru fjölmörg hjá ört stækkandi fyrirtæki og ljóst að við okkur blasa margar áskoranir. Við erum sérlega rík af mannauði, valinn maður í hverju rúmi sem á stóran þátt í velgengni Icewear og þeirri vegferð sem Icewear er á, bæði á innlendum og erlendum mörkuðum. Ástríða fyrir starfinu og einstakri vöru er drifkraftur Icewear. Því mun ég gera mitt besta að hlúa að þessum krafti, hlúa að fólkinu með hvatningu og gleði að leiðarljósi. Það er gaman í okkar herbúðum,” segir Laufey.

,,Við fögnum því að fá svo reynslumikinn mannauðsstjóra sem Laufey sannarlega er til þess að leiða starfið einmitt núna þegar fyrirtækið hefur gengið í gegnum svo öran vöxt sem raun ber vitni. Mannauðurinn er grunnstoð í hverju fyrirtæki og því mikilvægt að hún sé styrk. Icewear leggur áherslu á að stuðla að jákvæðu umhverfi og virkri þátttöku hvers og eins með það markmið að auka ánægju og skilvirkni heildarinnar. Laufey hefur lagt upp með menntastefnu og námskeiðahald fyrir starfsfólk og stuðlar um leið að sífelldri þróun á gildum og stefnum félagsins í mannauðsmálum og sjálfbærni,”  segir Aðalsteinn I. Pálsson forstjóri Icewear. 

Icewear hefur lengi verið leiðandi í sölu á útivistarfatnaði til erlendra ferðamanna en er í dag einnig eitt stærsta vörumerkið í útivistarfatnaði á íslenskum markaði. Starfsfólk telur í dag um 260 manns en verslanir Icewear eru 22 talsins og staðsettar hringinn í kringum landið, í Reykjavík, Akureyri, Vestmanneyjum, Vík í Mýrdal, Þingvöllum og við Goðafoss ásamt heildsölu og vefverslun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna