fbpx
Sunnudagur 05.október 2025
Eyjan

Elva Hrönn segir Ragnar Þór snúa út úr – Segir hann hafa verið ósáttan við mótframboðið

Eyjan
Fimmtudaginn 9. mars 2023 14:36

Elva Hrönn Hjartardóttir og Ragnar Þór Ingólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elva Hrönn Hjartardóttir, mótframbjóðandi Ragnars Þórs Ingólfssonar í formannsembætti VR segir að lesskilningi formannsins sé ábótavant og að hann leggi sig fram við að snúa út úr öllu sem hún segir.

Fyrr í dag brást Ragnar Þór illa við viðtali sem birtist við Elvu Hrönn í Dagmálaþætti Morgunblaðsins og sakaði hana um að ljúga því að starf hennar væri í hættu ef hún tapaði kosningunum. Elva Hrönn segir að Ragnar Þór hafi greinilega mistúlkað orð hennar því að hún hafi sagt að það hafi verið sameiginleg niðurstaða úr samtali við hennar við næstu yfirmenn innan VR, sem Ragnar Þór er ekki, að henni væri ekki stætt í starfi áfram nái hún ekki kjöri. Það hafi hún þó ekki minnst á að fyrra bragði í því samtali.

Ósáttur við mótframboðið

Þá segir hún að bak við tjöldin hafi Ragnar Þór verið afar ósáttur við mótframboð hennar.

„Viðbrögð núverandi formanns þegar ég sagði honum frá ætlun minni um framboð staðfestu hinsvegar þá niðurstöðu sem ég og stjórnendur í VR komumst að. Og ég segi það hér og nú að núverandi formaður var langt frá því að vera ánægður með þá ákvörðun mína að ætla að bjóða mig fram til formanns. Aðeins svo langt nær lýðræðið sem hann talar svo mikið um að hann fagni og styðji við.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Andri Snær gefur lítið fyrir boð Stefáns Einars – „Á ég að mæta í viðtal til að rangfærslurnar verði viral?“

Andri Snær gefur lítið fyrir boð Stefáns Einars – „Á ég að mæta í viðtal til að rangfærslurnar verði viral?“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Dans og leikur í Marbella – kennitöluflakk til Möltu?

Svarthöfði skrifar: Dans og leikur í Marbella – kennitöluflakk til Möltu?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kristrún Frostadóttir á lista með Lamine Yamal og Becky G

Kristrún Frostadóttir á lista með Lamine Yamal og Becky G
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Þykir engum vænt um Stefán Einar og Morgunblaðið?

Svarthöfði skrifar: Þykir engum vænt um Stefán Einar og Morgunblaðið?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásmundur Einar hættur í stjórnmálum

Ásmundur Einar hættur í stjórnmálum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stórt skarð höggvið í raðir skrímsladeildarinnar?

Svarthöfði skrifar: Stórt skarð höggvið í raðir skrímsladeildarinnar?