fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Simmi Vill óánægður með afturvirkni miðlunartillögunnar – „Hvaða skrípaleikur er þetta?“

Eyjan
Miðvikudaginn 1. mars 2023 20:00

Sigmar Vilhjálmsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmar Vilhjálmsson, veitingamaður, er óánægður með miðlunartillögu setts ríkissáttasemjara í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins, en í tillögunni felst að laun verða leiðrétt afturvirk til 1. nóvember.

Sigmar veltir því fyrir sér á Twitter hvernig veitingastaðir eigi að fara að því að greiða þessa afturvirkni enda ljóst að þeir geti ekki rukkað viðskiptavini sína um gjaldahækkanir afturvirkt.

Sigmar hefur undanfarið gagnrýnt að sérstaka veitingastaða, sem og lítilla og millistóra fyrirtækja sé ekki virt í þeim samningum em Samtök atvinnulífsins gera við stéttarfélög.

Hann stofnaði árið 2021 Atvinnufjelagið sem hagsmunasamtök lítilla og meðalstórra fyrirtækja og benti á að hagsmunir stóru fyrirtækjanna í landinu og þeirra minni fari ekki alltaf saman og þegar greini á milli þá séu hagsmunir stóru fyrirtækjanna látnir ráða för.

Horfa þurfi til sérstöðu ferðaþjónustu og veitingareksturs þar sem vinnuálagið er ekki á hefðbundnum dagvinnutíma heldur á kvöldin og um helgar.

Á dögunum gagnrýndi Sigmar grein sem birtist hjá Vísi þar sem hann sagði að að ekki yrði um villst að ein samtök fyrir allt atvinnulífið væri virkilega slæm hugmynd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“