fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
Eyjan

Vilhjálmur segir íslenska neytendur beitta ofbeldi – Olíufélögin hafi makað krókinn undanfarið og hækkað álögur um 133 prósent

Eyjan
Föstudaginn 24. febrúar 2023 10:03

Vilhjálmur Birgisson Samsett mynd DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, hvetur íslenska lífeyrissjóði til að selja hlutabréf sín í olíufélögum. Segir hann olíufélögin ráðast á íslenska neytendur með „svívirðilegum hætti“.

Vilhálmur skrifar á Facebook:

„Nú kemur fram frá Samkeppniseftirlitinu að álagning olíufélaganna hafi á 10 mánuðum farið úr 30 krónum upp í 70 krónur eða hækkað um 133%

Það er greinilegt að olíufélögin hafa ekki skilað lækkun á heimsmarkaðsverði til neytenda eins og eðlilegt væri. Þetta þýðir til dæmis að fjölskylda sem fyllir tankinn hjá sér einu sinni í viku er að greiða tæpum 9.000 kr. meira á mánuði í eldsneyti eða sem nemur 104.000 kr á ársgrundvelli. Allt vegna þess að olíufélögin hafa aukið álagningu sína um 133%:“

Vilhjálmur bendir á að lífeyrissjóðirnir eigi um 70 prósent í öllum olíufélögum landsins og því liggi beinast við að sjóðirnir selji þessa eign sína. Furðar hann sig einnig á því að seðlabankastjóri hafi ekki stigið fram og gagnrýnt forsvarsmenn olíufélaganna því líklega sé þessi aukna álagning að hafa áhrif á verðbólguna.

„Þetta ofbeldi gagnvart íslenskum neytendum er algjörlega ótækt og í mínum huga er ekkert annað í stöðunni en að íslenskir lífeyrissjóðir sem eiga uppundir 70% í öllum olíufélögum á Íslandi selji hlutabréf sín í þessum fyrirtækjum.

Hví í ósköpunum stígur seðlabankastjóri ekki fram og tuktar forsvarsmenn olíufélaganna til því það yrði fróðlegt að láta reikna út hvaða áhrif þessi aukna álagning olíufélaganna hefur haft á verðbólguna á síðustu mánuðum.

En áskorun mín til íslenskra lífeyrissjóða: Seljið hlutabréfin í þessum fyrirtækjum því þau eru að ráðast á íslenska neytendur með svívirðilegum hætti eins og staðfest er af hálfu Samkeppniseftirlitsins.“

Vísar Vilhjálmur til fréttar mbl.is þar sem greint er frá nýlegri úttekt Samkeppniseftirlitsins á eldsneytismarkaðinum. Þar komi fram að hlutur olíufélags af hverjum seldum lítra hafi rúmlega tvöfaldast frá því í maí 2022. Hægt sé að draga þá ályktun að verðlagning og álagning á dagvöru– og eldsneytismarkaði sé hér á landi há í alþjóðlegum samanburði sem veki upp spurningar um hvort samkeppnislegt aðhald á þessum markaði sé nægilegt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Pipar\TBWA kaupir hlut í norsk-breska fyrirtækinu Aida Social

Pipar\TBWA kaupir hlut í norsk-breska fyrirtækinu Aida Social
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stjórnarandstaðan pirruð yfir að fá að halda málþófinu áfram fram á nótt – „Hvaða leikrit er í gangi?“

Stjórnarandstaðan pirruð yfir að fá að halda málþófinu áfram fram á nótt – „Hvaða leikrit er í gangi?“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennaárinu er fagnað – í kvíða

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennaárinu er fagnað – í kvíða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Verðum að ávarpa þá tilfinningu þjóðarinnar að ekki sé eðlileg skipting ágóðans af sjávarútvegi

Diljá Mist Einarsdóttir: Verðum að ávarpa þá tilfinningu þjóðarinnar að ekki sé eðlileg skipting ágóðans af sjávarútvegi