fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
Eyjan

Segja að næsta bylgja verkfalla Eflingar komi ekki til framkvæmda – Gleymdist að senda tilkynningu

Eyjan
Miðvikudaginn 22. febrúar 2023 12:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áformuð verkföll Eflingar í ræstingu, öryggisgæslu og á hótelum munu ekki koma til framkvæmda 28. febrúar eins og boðað hafði verið. Mun þetta skýrast af því að Samtökum atvinnulífsins hefur ekki borist tilkynning með verkfallsboðun og því er héðan af ekki hægt að boða verkfallið með lögbundnum sjö sólarhringa fyrirvara.

Þetta kemur fram í erindi sem Samtök atvinnulífsins hafa sent félagsmönnum.

Ofangreint hefur þá ekki áhrif á yfirstandandi verkföll Eflingar.

Efling greindi frá því á mánudag að Eflingarfélagar hefðu samþykkt verkfallsboðanir í öryggisgæslu, hjá ræstingafyrirtækjum og á hótelum með afgerandi meirihluta í öllum tilvikum.

Til stóð að ótímabundnar vinnustöðvanir samkvæmt verkfallsboðun hæfust 12:00 á hádegi þriðjudaginn 28. febrúar en miðað við tilkynningu Samtaka atvinnulífsins eru þau áform í uppnámi.

Fréttablaðið segist í frétt sinni um málið hafa heimildir fyrir því að verkfallsboðun hafi ekki heldur borist embætti ríkissáttasemjara.

Mbl.is greinir frá því að sökum þess að tilkynning hafi ekki borist  þurfi aftur að greiða atkvæði um verkfall en í lögum um stéttarfélög og vinnudeilur segir  að tilkynna beri sáttasemjara og þeim sem verkfall beinist aðallega gegn um vinnustöðvun sjö sólarhringum áður en tilætlunin er að hún hefjist.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Pipar\TBWA kaupir hlut í norsk-breska fyrirtækinu Aida Social

Pipar\TBWA kaupir hlut í norsk-breska fyrirtækinu Aida Social
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stjórnarandstaðan pirruð yfir að fá að halda málþófinu áfram fram á nótt – „Hvaða leikrit er í gangi?“

Stjórnarandstaðan pirruð yfir að fá að halda málþófinu áfram fram á nótt – „Hvaða leikrit er í gangi?“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennaárinu er fagnað – í kvíða

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennaárinu er fagnað – í kvíða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Verðum að ávarpa þá tilfinningu þjóðarinnar að ekki sé eðlileg skipting ágóðans af sjávarútvegi

Diljá Mist Einarsdóttir: Verðum að ávarpa þá tilfinningu þjóðarinnar að ekki sé eðlileg skipting ágóðans af sjávarútvegi