fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Kynning

Enginn of gamall til að versla kynlífstæki

Kynning
Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 21. febrúar 2023 09:56

Ásdís Bjarkadóttir og Katla Sif Friðriksdóttir eru eigendur kynlífsverslunarinnar lovisa.is. Fréttablaðið/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásdís Bjarkadóttir og Katla Sif Friðriksdóttir festu kaup á netversluninni lovisa.‌is undir lok síðasta árs en verslunin sérhæfir sig í sölu á hágæða unaðsvörum og fatnaði.

Spurð hvernig það hafi komið til að þær ákváðu að kaupa lovisa.is og hvort þær hafi eitthvað þekkt til í þessum bransa áður en að kaupunum varð segir Katla:

„Þetta féll svolítið upp í hendurnar á okkur. Við þekktum aðeins til fyrri eigenda og fréttum af því að til stæði að selja fyrirtækið. Við ræddum aðeins okkar á milli hvort þetta væri eitthvað sem við ættum bara að kýla á. Hvorugri okkar hefði getað dottið í hug að lífið tæki þessa stefnu en lífið fer víst stundum út fyrir þægindarammann svo við stukkum á tækifærið.“

Hvernig hafa þessir fyrstu mánuðir verið?

„Fyrstu mánuðirnir voru frekar strembnir að því leytinu til að við tökum við á annasamasta tíma netverslana, rétt fyrir Singles day, Black Friday og jólatörnina en þetta var mjög lærdómsríkur tími og búum við klárlega að þeirri reynslu að hafa stokkið svona beint út í djúpu laugina,“ segir Katla.

Paratæki frá Satisfyer.

Er lovisa.is eingöngu vefverslun?

„Já, við höfum ákveðið að vera eingöngu með netverslun þar sem okkur finnst framtíðin klárlega liggja þar og fylgjumst spenntar með stafrænni framþróun í verslunargeiranum. Með þessum hætti getum við einnig boðið upp á frábært verð til kúnnanna okkar,“ segir Ásdís.

Hvernig ber fólk sig að þegar það vill kaupa vörur frá ykkur?

„Við mælum með því að fólk komi sér bara vel fyrir og fari inn á www.lovisa.is og skoði vöruúrvalið okkar því þar er úr nógu að velja og reynum við að vera með vörur sem henta öllum. Við bjóðum upp á netspjall ef fólk hefur einhverjar spurningar og þar er að sjálfsögðu fyllsta trúnaði heitið.

Afhendingarmátar pakkanna eru tvenns konar, annars vegar póstsending með Póstinum og hins vegar er hægt að sækja vörurnar í öllum verslunum Polo á höfuðborgarsvæðinu. Það er sérstaklega hentugt fyrir þá höfuðborgarbúa sem eru óþreyjufullir því afhending á þeim pökkum er samdægurs sé pantað fyrir kl. 15 á daginn,“ segir Ásdís.

Þær Katla og Ásdís segjast reyna að bjóða upp á fjölbreytt vöruúrval sem hentar fyrir alla. „Þetta eru vörur fyrir píkur, typpi, rassa, paratæki og fatnaður ásamt úrvali af bindibúnaði. Okkur finnst mikilvægt að hafa úrval af sleipiefni sem hentar mismunandi þörfum og smekk. Einnig höfum við verið mjög opnar fyrir því að bæta við þegar fólk hefur samband með séróskir,“ segja þær stöllur.

Id glide og Id plesure – hágæða vatnssleipiefni.

Gott sleipiefni ómissandi

Hvaða vörur eru vinsælastar?

„Sexy Secret eggið hefur verið mjög vinsælt en það er hægt að festa það í nærbuxur og með því fylgir fjarstýring sem hægt er að láta maka hafa og eiga skemmtilega stund hvar og hvenær sem er. Flip Orb er sú múffa sem hefur notið mestra vinsælda hjá okkur, mjúkt sílikonið og litlu kúlurnar sjá til þess að veita einstakan unað og einnig er afskaplega auðvelt að þrífa hana.

Gott sleipiefni finnst okkur vera ómissandi og ID Glide skipar sér í fyrsta sæti þar yfir mest seldu sleipiefnin hjá okkur enda eitt besta vatnsleysanlega sleipiefnið á markaðnum en við mælum alltaf með því að nota vatnsleysanleg sleipiefni með öllum silíkontækjum til að tryggja endingu þeirra,“ segir Katla.

Eru þið með einhvern sérstakan markhóp?

„Í stuttu máli væri það í raun bara fólk sem vill njóta kynlífsins enn betur og á betra verði. Við reynum að leggja upp úr því að hafa fjölbreytileika kynjanna í huga við innkaup og markaðssetningu því okkur er annt um að öll geti verslað eitthvað við sitt hæfi. Hver sem er ætti að geta notið sín í kynlífi og við viljum bjóða upp á vörur sem stuðla að því. Og auðvitað reynum við að gera það á besta mögulega verðinu,“ segir Ásdís.

Er það yngra fólk frekar en eldra sem verslar hjá ykkur og hvort eru það fleiri konur eða karlar sem versla?

„Jú, við sjáum töluvert meira af yngra fólki þótt það sé fólk á öllum aldri sem verslar hjá okkur. Við fögnum því þegar eldra fólk verslar hjá okkur því það er enginn of gamall til að versla kynlífstæki. Varðandi kynjahlutfall þá höfum við ekki lagt út í vinnu við að athuga kyn viðskiptavina okkar sérstaklega en vonum að öll kyn finni vörur sem henta hjá okkur,“ segir Ásdís.

Hágæða nuddvöndur.

Er mikið um að hjón séu saman í ráðum varðandi kaupin?

„Já, miðað við pantanirnar þá getum við dregið þá ályktun að þær séu í mörgum tilfellum fyrir pör. Enda getur það styrkt sambönd að setjast niður og ræða saman og vera opin um langanir og þrár. Eftir það er kjörið tækifæri að kíkja saman inn á heimasíðu Lovísu og finna tæki sem geta hjálpað til við að gera gott samband enn þá betra,“ segir Katla.

Ekkert til að skammast sín fyrir

Þær Ásdís og Katla segja að fólk sé orðið meira opið fyrir því að kaupa kynlífstækjavörur og ræða þessi mál almennt.

„Við sjáum alveg mun á því hversu opið fólk er með þessi málefni enda er notkun kynlífstækja ekkert til að skammast sín fyrir eða fara í felur með. Það ætti enginn að líta á það sem áfellisdóm á sína frammistöðu ef maki sýnir áhuga á notkun tækja enda tölum við um hjálpartæki ástarlífsins. Framþróun í vöruúrvali hefur líka valdið því að nýjustu tækin í dag eru stílhrein, falleg og löguleg og henta alls konar fólki,“ segir Ásdís.

Spurðar hvort þær verði ekki varar við mikla samkeppni í þessum geira segja þær: „Jú, það er ekki hægt að segja annað en að samkeppnin á unaðstækjamarkaðnum sé þokkaleg og margir að gera mjög flotta og góða hluti. Við erum hins vegar bjartsýnar á framtíðina og trúum að það sé pláss fyrir margs konar hugsjónir og sjónarmið á markaðinum.“

Á morgun er konudagurinn og í tilefni hans býður lovisa.is upp á tilboð.

„Að sjálfsögðu verðum við með tilboð fyrir konudaginn. Það er 20% afsláttur af völdum vörum hjá okkur út sunnudaginn. Einnig útbjuggum við tilboðsbox sem í eru vel valdar vörur sem seljast þá saman á mjög góðu verði. Boxin eru þrenns konar, það eru píkubox, þorrabox og dekurbox svo öll ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi hjá okkur í tilefni dagsins,“ segir Katla.

Hægt er að skoða úrvalið á lovisa.is

Gyllt loðin handjárn frá Fetish.
Paratæki frá Satisfyer.
Mini rabbit víbrator frá You2toys.
Einfaldur kraftmikill titrari.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum