fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Eyjan

Efling ætlar ekki að greiða félagsmönnum úr verkfallssjóð komi til verkbanns

Eyjan
Mánudaginn 20. febrúar 2023 14:20

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Efling mun ekki greiða félagsmönnum úr vinnudeilusjóði sínum komi til verkbanns. Þetta kemur fram í tilkynningu á síðu stéttarfélagsins.

„Kjósi atvinnurekandi að beita verkbanni gegn starfsfólki sínu er það alfarið á ábyrgð hans, ekki stéttarfélags.

Efling mun ekki greiða neina styrki úr vinnudeilusjóði til félagsfólks vegna verkbanns, enda er verkbann ekki á ábyrgð félagsins auk þess sem vinnudeilusjóður stendur ekki undir þeim greiðslum.“

Hvetur Efling félagsfólk til að óska eftir afstöðu sinna atvinnurekenda til þess hvort þeir ætli að beita verkbanni. Best sé að óska formlega eftir fundi og biðja um að afstaða atvinnurekanda til verkbanns komi skýrt fram.

„Komi til verkbanns mun Efling kalla saman félagsfólk til víðtækra mótmælaaðgerða gegn þeim atvinnurekendum sem beita því. Félagið biður félagsfólk að fylgjast með skilaboðum frá félaginu um það.“

Í tilkynningu segir einnig:

„Samtök atvinnulífsins hafa boðað atkvæðagreiðslu meðal aðildarfyrirtækja sinna um verkbann. Verkbann er þegar atvinnurekandi sendir starfsfólk sitt heim úr vinnu og neitar að greiða því laun. Verkbann er hugsað til að neyða verkafólk til að sætta sig við verri útkomu í kjarasamningagerð en ella.

Efling vill leysa kjaradeilu við SA við samningaborðið. Samninganefnd Eflingar hefur stundað viðræður við SA í góðri trú og lagt fram málamiðlanir sem eru ásættanlegar fyrir atvinnurekendur.“

Efling bendir á að verkbann sé einhliða þvingunaraðgerð sem atvinnurekandi kjósi að beita í stað þess að leysa málin með samningum við stéttarfélag sísns starfsfólks.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Könnun – Ísland og Evrópusambandið

Könnun – Ísland og Evrópusambandið