fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
Eyjan

Efling hafði fallið frá framfærsluuppbótinni áður en viðræðum var slitið

Eyjan
Mánudaginn 20. febrúar 2023 12:17

Sólveig Anna Jónsdóttir, mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveig Anna Jónsdóttir segir ákvörðun Samtaka atvinnulífsins (SA) um að félagsmenn samtakanna kjósi um verkbann gegn Eflingu bæði vanstillta og svívirðilega. Þetta kemur fram í frétt RÚV, en þar tók Sólveig Anna fram að ríkur samningsvilji hafi verið í samninganefnd Eflingar þegar viðræðum var slitið og hafi Efling jafnvel fallið frá framfærsluuppbótinni sem SA höfðu harðlega gagnrýnt.

„Við vorum að vinna innan ramma kostnaðar Samtaka atvinnulífsins varðandi samninga þeirra við önnur félög, við höfðum fallið frá framfærsluuppbótinni, það var ekki lengur verið að ræða hana. Svo gerist það að tóninn hjá Samtökum atvinnulífsins hann harðnar mjög að nýju,“ sagði Sólveig Anna sem sagðist um tíma um helgina hafa vonast til að samningar væru að fara að nást.

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir þó að samtökin hafi reynt allt til að ná samningum en það hafi engan árangur borið og því séu samtökin neyðbeygð til að grípa til verkbanns.

Verkfallssjóður Eflingar er sagður standa í um þremur milljörðum króna í dag og miðað við að hver félagsmaður fengi 25 þúsund krónur á dag á hverjum degi verkbannsins yrði sjóðurinn fljótur að tæmast.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stjórnarandstaðan pirruð yfir að fá að halda málþófinu áfram fram á nótt – „Hvaða leikrit er í gangi?“

Stjórnarandstaðan pirruð yfir að fá að halda málþófinu áfram fram á nótt – „Hvaða leikrit er í gangi?“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Ekki benda á mig, segir sérstakur – ríkissaksóknari rannsakar eigin gjörðir

Svarthöfði skrifar: Ekki benda á mig, segir sérstakur – ríkissaksóknari rannsakar eigin gjörðir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Diljá Mist Einarsdóttir: Þú veist aldrei með hverjum þú getur fest inni í lyftu

Diljá Mist Einarsdóttir: Þú veist aldrei með hverjum þú getur fest inni í lyftu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Ég er Evrópusinni – Evrópa loksins að vakna til lífsins

Diljá Mist Einarsdóttir: Ég er Evrópusinni – Evrópa loksins að vakna til lífsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ný Gallupkönnun er áfall fyrir stjórnarandstöðuna – Samfylkingin á flugi

Orðið á götunni: Ný Gallupkönnun er áfall fyrir stjórnarandstöðuna – Samfylkingin á flugi