fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Fréttir

Konan komin til meðvitundar

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 31. janúar 2023 20:30

Árásin átti sér stað á McDonalds veitingastað í Noregi. NRK/JOSTEIN VIESTAD

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska konan sem var stungin af fyrrverandi eiginmanni sínum fyrir utan McDonalds skyndibitastað um hábjartan dag þann 19. janúar er komin til meðvitundar. RÚV greinir frá.

Lögreglan hefur náð að ræða við hana en ekki hefur verið tekin af henni formleg skýrsla.

Konunni var haldið sofandi á sjúkrahúsi eftir að hún særðist alvarlega í árásinni sem átti sér stað í bænum Karmøy og hefur hún þurft að gangast undir nokkrar aðgerðir.

RÚV greinir frá því að samkvæmt upplýsingum frá saksóknara hefur maðurinn, sem einnig er íslenskur, verið yfirheyrður nokkrum sinnum frá þvía ð hann var handtekinn eftir árásina. Lögregla hefur yfirheyrt fjölda vitna og unnið að tæknilegum hluta rannsóknar.

Telur lögregla sig hafa góða mynd af atburðarásinni en rannsókn er þó ekki lokið.

Konan og maðurinn eru bæði á sjötugsaldri og voru gift í um 40 ár og eiga saman uppkomin börn. Þau hafa búið lengi í Noregi og eru bæði með norskan ríkisborgararétt.

Konan hafði í haust fengið nálgunarbann gegn manninum eftir að hann reyndi að brenna hana inni. Maðurinn braut þó ítrekað gegn nálgunarbanni og var yfirheyrður vegna brots gegn nálgunarbanni um 40 mínútum áður en árásin átti sér stað.

Miðillinn Radio Haugaland vitnar til nágranna fólksins að maðurinn hafi lengi beitt konuna og börn sín ofbeldi og hafi lögreglan verið fullmeðvituð um stöðuna. Furðuðu nágrannar sig á því að ekki hafi meira verið gert til að tryggja öryggi konunnar.

Sjá einnig: Íslendingurinn yfirheyrður af lögreglu 40 mínútum fyrir stunguárásina – Sagður hafa reynt að brenna konu sína og son inni á síðasta ári

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Ísland í hringiðu risastórrar lögregluaðgerðar – 57 handteknir

Ísland í hringiðu risastórrar lögregluaðgerðar – 57 handteknir
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ætla að byggja ofan á Sóltún með gamla fólkið inni – Skelfilegur hávaði mun valda heilabiluðu fólki miklum ótta

Ætla að byggja ofan á Sóltún með gamla fólkið inni – Skelfilegur hávaði mun valda heilabiluðu fólki miklum ótta
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þarf að endurgreiða meira en hálfa milljón vegna gróða eiginmannsins

Þarf að endurgreiða meira en hálfa milljón vegna gróða eiginmannsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stálu í matvöruverslun, réðust á starfsmann og létu sig hverfa

Stálu í matvöruverslun, réðust á starfsmann og létu sig hverfa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ólga vegna uppsagna í Þjóðminjasafninu – mikil reiði hjá hug-og félagsvísindafólki

Ólga vegna uppsagna í Þjóðminjasafninu – mikil reiði hjá hug-og félagsvísindafólki
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fékk inni á gistiheimili en lendir aftur á götunni á morgun – „Ég vona að Sanna hafi ekki verið að segja ósatt“

Fékk inni á gistiheimili en lendir aftur á götunni á morgun – „Ég vona að Sanna hafi ekki verið að segja ósatt“