fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Samsæriskenningasmiður handtekinn í Austurríki – Geymdi sex börn læst niðri í kjallara

Pressan
Þriðjudaginn 31. janúar 2023 17:30

Tom Landon

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Austurrískur faðir, Tom Landon að nafni, hefur verið handtekinn vegna gruns um að hafa misþyrmt sex börnum sínum með því að læsa þau inni niðri í vínkjallara undir húsi í Austurríki  og leyfa þeim að dúsa þar. Það voru nágrannar Landon sem tilkynntu sáran grátur barna til lögreglunnar. Þegar lögreglu bar að garði að húsinu í bænum Obritz, skammt frá Vínarborg,  réðst Landon til atlögu gegn tveimur lögreglumönnum með piparúða og var samviskusamlega snúinn niður.

Í umfjöllun Daily Mail kemur fram að Landon aðhyllist þeirri skoðun að mannkynið standi frammi fyrir skelfilegri vá og sé stöðugt undirbúinn fyrir slíkar dómsdagshamfarir. Þannig hafi hann og bresk eiginkona hans haldið sig að mestu leyti  neðanjarðar í samtengdum vínkjöllurum við húsið í Obritz  og þar hafi börnin, sem eru á aldrinum sex mánaða til sjö ára  mátt dúsa. Í umfjöllun erlendra miðla kemur fram að Landon hafi dreymt um að hvert barn fengi sinn kjallara. Interpol rannsakar nú málið en börnin eru ekki ríkisborgarar í Austurríki.

Ekkert bendir enn sem komið til að börnin hafi orðið fyrir öðru líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi en málið þykir óþægilegt líkt myrkraverkum Josef Fritzl sem áttu sér stað í bænum Amstetten í Austurríki.

Landon er  afkastamikill samsæriskenningarsmiður en hann hefur gefið út yfir 20 bækur um ýmsar samæriskenningar. Þá er hann meðlimur í Reichsburger, hópi öfga-hægrimanni sem trúi því að þýska keisaraveldið sé enn við lýði og að núverandi ríkisstjórn Þýskaland skipti litlu máli. Þá afneitar hann helförinni og hefur mikinn áhuga á austurríska söngvaranum Falco, sem lést árið 1998. Fullyrðir Landon að hann hafi komið að líki söngvarans og að skýringar á andláti hans séu yfirvarp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Enn einn Snapchat-perrinn
Fréttir
Í gær

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Í gær

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Í gær

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“
Fréttir
Í gær

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd