fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Eyjan

Efling birtir Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu stjórnsýslukæru – Telja málamiðlunartillögu valda óafturkræfu tjóni 

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 30. janúar 2023 16:00

Sólveig Anna Jónsdóttir Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Efling – stéttarfélag lagði í dag,  30. janúar,  fram stjórnsýslukæru til félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins vegna svonefndrar miðlunartillögu ríkissáttasemjara sem lögð var fram 26. janúar. Í kæru Eflingar er þess krafist að miðlunartillagan verði felld úr gildi. 

Málsástæður kærunnar eru skortur á samráði við Eflingu, sem aðila að kjaradeilu, sem ber að viðhafa samkvæmt 27. og 28. grein laga um stéttarfélög og vinnudeilur. Einnig er vísað til annarra lagaákvæða um samráðsskyldu og andmælarétt við töku íþyngjandi ákvarðana hins opinbera.

Þá er bent á skort á réttmæti, meðalhófi og jafnræði við töku ákvörðunarinnar, og er þar vísað bæði til stjórnarskrárinnar og mannréttindasáttmála Evrópu. Að lokum er bent á vanhæfi ríkissáttasemjara, sem vegna framgöngu sinnar getur ekki talist óvilhallur í deilunni líkt og áskilið er í 20. gr. laga um stéttarfélög og vinnudeilur. Jafnframt er þess krafist að réttaráhrifum miðlunartillögunnar verði frestað meðan á meðferð kærunnar stendur. Telur Efling að ef málamiðlunartillagan nær fram að ganga verði tjónið óafturkræft.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Um breytingar og hitt sem ekki breytist

Þorsteinn Pálsson skrifar: Um breytingar og hitt sem ekki breytist
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir Valhöll til sölu

Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir Valhöll til sölu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið