fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Pressan

Ákærð fyrir að nauðga nemanda sínum – Óttaðist að fá slæmar einkunnir ef hann gerði ekki eins og hún sagði

Pressan
Fimmtudaginn 26. janúar 2023 22:35

Mynd/Christian County Jail

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin 26 ára gamla Lena Stewart, kennari við Nixa High School í Missouri ríki í Bandaríkjunum, hefur verið ákærð fyrir að nauðga 16 ára gamlan nemanda í skólanum en hún er sögð hafa gert í skiptum fyrir að gefa honum betri einkunnir. Þá var hún einnig ákærð fyrir að eiga í kynferðislegum samskiptum við nemanda og önnur kynferðisbrot.

Ákærurnar varða atvik er áttu sér stað í október á síðasta ári. Nemandinn sem um ræðir var 16 ára gamall á þeim tíma en samræðisaldurinn í Missouri er 17 ára.

Samkvæmt fréttamiðlinum KY3 heldur nemandinn því fram að Lena hafi ekki verið jafn ströng við sig og hún var við aðra nemendur. Hann hafi ekki þurft að vinna jafn hart að sér til að fá A og því hafði hann áhyggjur af því að einkunnirnar hans yrðu lægri ef hann myndi ekki gangast við kynferðislegum beiðnum hennar.

Í skýrslu lögreglu kemur fram að Lena hafi farið að hitta nemandann þegar hann var heima hjá vini sínum. Hún hafi komið á bíl og nemandinn farið í bílinn til hennar. Nemandinn segir að þau hafi „kysst hvort annað og klætt sig úr fötunum.“

Eftir það hafi þeim liðið óþægilega og nemandinn sagðist þurfa að fara heim.

Þau hittust svo aftur síðar. Nemandinn segir að í það skipti hafi þau „kysst hvort annað, klætt sig úr fötunum, stundað munnmök og samfarir.“

Lena var sett í leyfi í desember síðastliðnum en í yfirlýsingu frá skólanum segir að ásakanirnar gegn henni séu teknar alvarlega. Þá segir í yfirlýsingunni að skólinn muni vera samvinnufús og vinna með yfirvöldum er þau rannsaka málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Segir að stuðningskrókódíllinn hans sé horfinn

Segir að stuðningskrókódíllinn hans sé horfinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Unga stúlkan sá rautt eftir að nasistar börðu ömmu hennar – Reyndust vera þeim dýrkeypt mistök

Unga stúlkan sá rautt eftir að nasistar börðu ömmu hennar – Reyndust vera þeim dýrkeypt mistök
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vilja stofna íslamskt ríki í Þýskalandi:  „Kalífadæmi er lausnin“

Vilja stofna íslamskt ríki í Þýskalandi:  „Kalífadæmi er lausnin“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dóttirin heyrði í „skrímslum“ í veggnum – Það sem leyndist þar minnti á atriði úr hryllingsmynd

Dóttirin heyrði í „skrímslum“ í veggnum – Það sem leyndist þar minnti á atriði úr hryllingsmynd